Innlent

Oddný vill búa til nýtt kerfi

Oddný sturludóttir
Oddný sturludóttir

Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskólum borgarinnar samkvæmt málefnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns.

Systkinaforgangur var afnuminn 2008 þar sem hann var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Í áliti borgarlögmanns frá 26. apríl þessa árs kemur svo fram að samkvæmt lögum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar vegi aldur þeirra og þroski þyngst.

„Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra [...] og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist," segir í álitinu.

Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, minnir á að stuttu eftir að lögmaður kynnti álit sitt hafi hann verið beðinn að meta það sem Oddný kallar systkina-aðskilnað, út frá meðalhófsreglu.

„Ég hef lengi beðið borgarlögmann og leikskólasvið um að endurskoða þetta. Borgarlögmaður dæmdi þetta út frá því kerfi sem var, en það er ekki kerfið sem við ætlum að nota," segir hún. Nýja kerfið verði líklega með meiri takmörkunum, til dæmis víkjandi rétti til skólavistar fyrir börn sem ekki eiga systkini í skólanum. Ýmislegt komi til greina til að gera kerfið fjölskylduvænna. - bs, kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×