Klukkan 14.00 fer fram lokaumferðin í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokaumferðin verður æsispennandi en Leiknir og Þór berjast um að fylgja Víkingi upp í Pepsi-deildina.
Leiknir á þrjú stig á Þór og dugar því jafntefli gegn Fjölni í dag til þess að komast upp. Þór þarf aftur á móti að vinna Fjarðabyggð og treysta síðan á Fjölnismenn.
Leikurinn hjá Þór verður þó ekki auðveldur því Fjarðabyggð er í gríðarlegri fallbaráttu. Njarðvík er fallið og annað hvort Grótta eða Fjarðabyggð mun fylgja Njarðvík niður.
Þau eru bæði með 17 stig en Fjarðabyggð með betri markatölu.
Leikir dagsins:
Leiknir-Fjölnir
Þór-Fjarðabyggð
Víkingur-HK
Njarðvík-Grótta
ÍA-KA
Þróttur-ÍR