Innlent

Segja Catalinu seka um mansal

catalina Ncoco
catalina Ncoco

Vitnisburðir kvenna vegna rannsóknar lögreglu á meintri vændisstarfsemi Catalinu Ncoco benda til þess að hún hafi gerst sek um mansal gagnvart sumum þeirra, sem bera að hún hafi selt þær í vændi. Hún hafi beitt ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu gegn konunum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Catalinu til 23. apríl.

Við rannsókn málsins hafa konur borið að þær hafi stundað vændi hér á landi á vegum hennar og að þær hafi komið til landsins í því skyni að starfa við vændi á vegum Catalinu. Konunum ber saman um að hún hafi verið umráðamanneskja þess húsnæðis þar sem þær dvöldu og vændið verið stundað. Hún hafi haft alla milligöngu við þá sem keypt hafi vændisþjónustu þeirra, tekið við greiðslu og haldið eftir verulegum hluta þess sem greitt var.

Auk framburða brotaþola og vitna styðja ýmis gögn sakarefnin á hendur Catalinu. Þá bárust lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um að Catalina hafi boðið samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona fyrir 500.000 krónur á mánuði þegar hún væri laus úr fangelsi. Þetta staðfesti konan og vitni við lögreglu.- jss





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×