Innlent

Kafli um fjármálakerfi bíður

Hægt verður að hefja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ekki hafi náðst samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave-málið.

Sá kafli í viðræðunum sem fjallar um fjármálakerfið verður þó að bíða þess að deilan leysist, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Leiðtogaráð ESB, sem funda mun í Brussel á morgun, mun samþykkja að hefja aðildarviðræður við Ísland, samkvæmt drögum að lokaályktun fundarins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Ekki er fjallað beint um Icesave-málið í drögunum, en augljóst út frá samhenginu að vísað er til málsins. „Leiðtogaráðið staðfestir að viðræðurnar fari fram á forsendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðnanna," segir þar enn fremur.

- bj /







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×