Innlent

Samfylkingin ætlar að ræða við VG

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lúðvík Geirsson útilokar ekki að hann muni starfa sem bæjarstjóri áfram. Mynd/ E. Ól.
Lúðvík Geirsson útilokar ekki að hann muni starfa sem bæjarstjóri áfram. Mynd/ E. Ól.
Samfylkingarmenn í Hafnarfirði ætla að ræða við VG um myndun meirihluta í bænum. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri ætlar að taka þátt í myndun þess meirihluta þó að hann hafi ekki náð kjöri sem bæjarfulltrúi.

„Það liggur fyrir að við höfum lýst því yfir að við vildum samvinnu við VG, jafnvel þó við næðum meirihluta. Nú liggur fyrir að það þarf að mynda nýjan meirihluta og við munum óska eftir viðræðum við VG um mögulegt samstarf," segir Lúðvík í samtali við Vísi.

Lúðvík segir að hann hafi viljað taka baráttusætið fyrir kosningarnar en það séu vonbrigði að hafa ekki náð kjöri. Hann segist ekki geta svarað því hvort til greina komi að hann verði ráðinn bæjarstjóri áfram þó að hann verði ekki bæjarfulltrúi. „Það er ekkert komið á dagskrá að ræða. Menn byrja bara að ræða möguleg samvinnu um áherslur og málefni og það er bara eitthvað sem fylgir í framhaldi hvernig menn raða með sér störfum og verkum," segir Lúðvík.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×