Innlent

Catalina til ríkissaksóknara

Catalina var enn leidd í dómsal fyrr í vikunni vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar.
Catalina var enn leidd í dómsal fyrr í vikunni vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar.

Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi.



Þá hafa mál ellefu meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu verið send til ákæruvaldsins. Innan við tíu mál kaupenda eru enn þá til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Málin sem fara til ákæruvaldsins gætu orðið allt að tuttugu samtals þegar rannsóknum lögreglu er lokið. Það er svo í höndum þess að ákveða hvort ákært verður í þeim öllum eða ekki.



Catalina hefur áður verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft viðurværi af umfangsmiklu vændi fjölmargra kvenna sem hún hélt úti í miðborg Reykjavíkur. Þá var hún einnig dæmd fyrir að hafa skipulagt og staðið að innflutningi á 400 grömmum af kókaíni til landsins frá Hollandi.

- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×