Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Erla Hlynsdóttir skrifar 25. nóvember 2010 13:06 Íslenskir neytendur sýna almennt áhugaleysi þegar kemur að velferð dýra samanborið við neytendur í nágrannalöndum okkar Mynd úr safni Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. Þannig eru dæmi um að mjólkurkýr hér á landi fái aldrei að fara út til að bíta gras og anda að sér fersku lofti. Þess í stað eyða þær árinu innandyra þar sem þær gera lítið nema nærast, mjólka og skila frá sér úrgangi. Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir er meðal þeirra sem í starfi sínu hefur þrýst á kúabændur um að virða reglur um útivist kúa. Henni þykir miður hversu lítið íslenskir neytendur eru meðvitaðir um velferð dýra. Hún tekur dæmi frá Danmörku þar sem neytendur hafa krafist þess að fá lífrænar afurðir í auknum mæli. Sú krafa hefur ekki verið hávær hér á landi. „Mér finnst sorglegt hvað neytendur eru lítið vakandi," segir hún. Að sögn Katrínar myndi það auðvelda starf eftirlitsaðila með því að lögum um dýravernd og búfjárhald sé fylgt ef neytendur væru virkari þrýstihópur.Sjálfvirk mjaltaþjónabú Með aukinni tæknivæðingu hefur færst í vöxt að kúabændur byggi svokölluð mjaltaþjónafjós, þar sem kýrnar ganga lausar og láta mjólka sig þegar þeim hentar með alsjálfvirkum mjaltatækjum. Á Íslandi eru tæplega 100 slík fjós af rúmlega 600 fjósum. Miðað við stærð og afkastagetu mjaltaþjóna má ætla að um 20% allra hérlendra kúa séu í mjaltaþjónafjósum. Þá er rúmlega helmingur allra kúa í svonefndum lausagöngufjósum, þar sem kýrnar ganga lausar inn í fjósunum. Í þessum fjósum er velferð kúa augljóslega betri en kúa sem eru bundnar á bása.Fá ekki að sletta úr klaufunum Árni Stefán Árnason sem er að leggja lokahönd á meistararitgerð sína um dýraverndarlög, við Háskólann í Reykjavík, segir það ómannúðlega meðferð á kúm að halda þeim innandyra allt sitt líf. Hann bendir á að þegar kúm er sleppt lausum taka þær gleði sína líkt og kálfur á vordegi og sletta sannarlega úr klaufunum. „Þeim er eðlislægt að fara út og bíta gras," segir Árni Stefán.Umræðan á byrjunarstigi Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur um lífrænan búskap og landnýtingu hjá Bændasamtökum Íslands og formaður Dýraverndunarsambands Íslands, ritaði grein vorið 2009 um aukna innilokun mjólkurkúa og nauðsyn þess að þær fái að fara út á beit. Fram til þessa hafði lítil sem engin umræða verið um þessi mál hér á landi og má í raun segja að hún sé enn á byrjunarstigi meðal almennings. Ólafur ritar að á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og Svíþjóð, hefur mikið verið rætt um að mjólkurframleiðendur séu í auknum mæli hættir að hleypa mjólkurkúm út á sumarbeit. Þetta er fylgifiskur stærri búa en þó sérstaklega notkun sjálfvirkra mjaltatækja. Dönsku dýraverndarsamtökin, Sænsku dýraverndarsamtökin og Dýraverndarsamband Íslands hafa hvatt til þess að allar mjólkurkýr fái að fara út á beit. Tekið skal fram að á lífrænt vottuðum kúabúum fara mjólkurkýr allt árið á beit nema óveður hamli. Tengdar fréttir Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. Þannig eru dæmi um að mjólkurkýr hér á landi fái aldrei að fara út til að bíta gras og anda að sér fersku lofti. Þess í stað eyða þær árinu innandyra þar sem þær gera lítið nema nærast, mjólka og skila frá sér úrgangi. Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir er meðal þeirra sem í starfi sínu hefur þrýst á kúabændur um að virða reglur um útivist kúa. Henni þykir miður hversu lítið íslenskir neytendur eru meðvitaðir um velferð dýra. Hún tekur dæmi frá Danmörku þar sem neytendur hafa krafist þess að fá lífrænar afurðir í auknum mæli. Sú krafa hefur ekki verið hávær hér á landi. „Mér finnst sorglegt hvað neytendur eru lítið vakandi," segir hún. Að sögn Katrínar myndi það auðvelda starf eftirlitsaðila með því að lögum um dýravernd og búfjárhald sé fylgt ef neytendur væru virkari þrýstihópur.Sjálfvirk mjaltaþjónabú Með aukinni tæknivæðingu hefur færst í vöxt að kúabændur byggi svokölluð mjaltaþjónafjós, þar sem kýrnar ganga lausar og láta mjólka sig þegar þeim hentar með alsjálfvirkum mjaltatækjum. Á Íslandi eru tæplega 100 slík fjós af rúmlega 600 fjósum. Miðað við stærð og afkastagetu mjaltaþjóna má ætla að um 20% allra hérlendra kúa séu í mjaltaþjónafjósum. Þá er rúmlega helmingur allra kúa í svonefndum lausagöngufjósum, þar sem kýrnar ganga lausar inn í fjósunum. Í þessum fjósum er velferð kúa augljóslega betri en kúa sem eru bundnar á bása.Fá ekki að sletta úr klaufunum Árni Stefán Árnason sem er að leggja lokahönd á meistararitgerð sína um dýraverndarlög, við Háskólann í Reykjavík, segir það ómannúðlega meðferð á kúm að halda þeim innandyra allt sitt líf. Hann bendir á að þegar kúm er sleppt lausum taka þær gleði sína líkt og kálfur á vordegi og sletta sannarlega úr klaufunum. „Þeim er eðlislægt að fara út og bíta gras," segir Árni Stefán.Umræðan á byrjunarstigi Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur um lífrænan búskap og landnýtingu hjá Bændasamtökum Íslands og formaður Dýraverndunarsambands Íslands, ritaði grein vorið 2009 um aukna innilokun mjólkurkúa og nauðsyn þess að þær fái að fara út á beit. Fram til þessa hafði lítil sem engin umræða verið um þessi mál hér á landi og má í raun segja að hún sé enn á byrjunarstigi meðal almennings. Ólafur ritar að á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og Svíþjóð, hefur mikið verið rætt um að mjólkurframleiðendur séu í auknum mæli hættir að hleypa mjólkurkúm út á sumarbeit. Þetta er fylgifiskur stærri búa en þó sérstaklega notkun sjálfvirkra mjaltatækja. Dönsku dýraverndarsamtökin, Sænsku dýraverndarsamtökin og Dýraverndarsamband Íslands hafa hvatt til þess að allar mjólkurkýr fái að fara út á beit. Tekið skal fram að á lífrænt vottuðum kúabúum fara mjólkurkýr allt árið á beit nema óveður hamli.
Tengdar fréttir Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43
Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent