Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2 12. apríl 2010 19:09 Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira