Komast ekki heim með barn staðgöngumóður 18. desember 2010 08:00 Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. Myndin er úr safni. „Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent