Komast ekki heim með barn staðgöngumóður 18. desember 2010 08:00 Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. Myndin er úr safni. „Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira