Hægri hönd í eftirsótt starf 2. október 2010 02:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hafnar því alfarið að ráðning Jóhanns Guðmundssonar í embætti skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins sé af pólítískum toga. Jóhann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns Jóns Bjarnasonar undanfarna mánuði en áður aðstoðaði hann Steigrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á meðan hann gegndi embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra á undan Jóni. „Það er ómaklegt að setja málið fram með þeim hætti að annarleg sjónarmið hafi ráðið hér för. Svo er ekki. Ég óskaði eftir því að starfsmenn ráðuneytisins færu yfir umsækjendur á faglegum nótum og Jóhann varð þar hlutskarpastur. Í ljósi þess skipaði ég hann í embættið. Þetta er gert á fullkomlega faglegum nótum enda afar hæfur maður ráðinn að öðrum umsækjendum ólöstuðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur réð Jóhann í stöðuna vegna vanhæfis Jóns til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Upphaflega hafði forsætisráðherra skipað Rögnu Árnadóttur, forvera Ögmundar, til að taka ákvörðun um skipun í embættið. Aðspurður segir Ögmundur það eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga um ráðningarferlið í ljósi þess að Jóhann hefur starfað sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra Vinstri grænna í eitt og hálft ár. Hann vill ekki svara því hverjir lögðu mat á hæfi umsækjendanna. „Ráðningin er á mína ábyrgð. Ég einn svara fyrir það.“ Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var skipaður starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins til að meta þau atriði sem beindust sérstaklega að stjórnsýslunni í landinu og starfsháttum Stjórnarráðsins. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór fyrir nefndinni. Þótti þetta nauðsynlegt til að hnykkja á atriðum sem gætu orðið til þess að bæta stjórnsýsluna. Afstaða starfshópsins var að rétt væri að endurskoðun færi fram á fyrirkomulagi við skipanir æðstu embættismanna ríkisins. „Ein leið að því marki, og væntanlega mjög áhrifarík, er að takmarka afskipti ráðherra af ráðningum. Þetta er meðal annars unnt með því að setja á laggirnar svokallaðar ráðninganefndir.“ Jóhann mun gegna starfi skrifstofustjóra í tvö ár hið minnsta, í fjarvistum Steinars Inga Matthíassonar. svavar@frettabladid.is Jón Bjarnason
Fréttir Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira