Innlent

Upprættu öflugan kannabishring

karl steinar valsson
karl steinar valsson

Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. júní næstkomandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn lögreglunnar varðar framleiðslu og sölu á kannabisefnum og leitaði í sex húsum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku vegna málsins. Fimm karlmenn voru handteknir við þær aðgerðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá embætti Ríkislögreglustjóra, auk tollyfirvalda.

Með þessum aðgerðum telur lögreglan sig hafa stöðvað umfangsmikinn hóp við framleiðslu og sölu á ólöglegum fíkniefnum. Alls hafa fundist um 1.200 plöntur á mismunandi stigi ræktunar, um tvö kíló af tilbúnum efnum sem að hluta voru í söluumbúðum, auk þess sem haldlagðir voru fjármunir að upphæð um 500 þúsund. Þá var lagt hald á ýmsan búnað til ræktunar.

Talið er að þetta mál tengist öðrum ræktunarmálum, sem lögregla hafði áður haft afskipti af, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar.

Lögreglan minnir á að almenningur getur komið ábendingum á framfæri ef grunsemdir vakna um fíkniefnamisferli, í síma 800 5005.- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×