Lífið

Gripinn glóðvolgur

Daniel Radcliffe stal gulleggi af tökustað og ætlaði að eiga það til minningar en var gert að skila því.
Nordic Photos/Getty
Daniel Radcliffe stal gulleggi af tökustað og ætlaði að eiga það til minningar en var gert að skila því. Nordic Photos/Getty
Daniel Radcliffe fékk ekki heitustu ósk sína uppfyllta þegar honum var tilkynnt að hann fengi ekki eitt af þeim gulleggjum sem notuð voru í Harry Potter and the Goblet of Fire. Honum var nefnilega tilkynnt að eggið yrði gefið á safn. Breski leikarinn, sem senn kveður Harry Potter-æðið, vildi eiga eggið til minningar um vinnu sína.

Radcliffe var þegar búinn að ná sér í eitt þegar hann var vinsamlegast beðinn um að skila því. Enda fékk hann að vita að eggið kostaði tíu þúsund pund. „Ég lenti í smá vandræðum af því að ég var gripinn með drekaeggið. Ég vissi ekki hversu dýrmætt það var og heldur ekki að það væri að fara á safn. Ég varð þess vegna að skila því.“ Radcliffe var ekki sá eini sem reyndi að stela gulleggi því Rupert Grint var einnig gert að skila einu slíku sem hann stal af tökustað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.