Innlent

Hundruð manna til Þjóðskrár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundruð manna hafa lagt leið sína á skrifstofu Þjóðskrár Íslands í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hefur stór fjöldi þeirra verið þar til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni en nákvæmar tölur um það liggja ekki fyrir.

„Við verðum vör við stíganda hjá fyrirspurnum fólks um það hvernig það eigi að bera sig að því að segja sig úr þjóðkirkjunni," sagði Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, við fjölmiðla í gær. Hann sagði að tilfinningin væri sú að úrsögnum fari fjölgandi þessa dagana.

Nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem hefur skráð sig úr Þjóðkirkjunni mun ekki liggja fyrir fyrr en í lok mánaðarins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×