Innlent

Fagnar aukinni umræðu um spilavíti

„Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um spilavíti.

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Icelandair í samvinnu við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni viðrað hugmynd um að opna spilavíti hér á landi. Óskað var eftir því að Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, myndi kanna málið og í kjölfarið óskaði hún eftir umsögnum nokkurra fagaðila. Heilbrigðisráðuneytið hefur skilað sinni umsögn og leggst ráðuneytið alfarið gegn opnun spilavíta. Vísað er til álits Landlæknis sem telur að opnun spilavíta geti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna.

„Við áttum svo sem alveg von á þessu. Þetta er svipað og með áfengi og reykingar. Það er auðvitað erfitt fyrir heilbrigðisráðuneytið og Landlækni að mæla með áfengi og reykingum og það sama á við um casino. Við höfum aftur á móti alltaf bent á að þessi starfsemi er nú þegar til staðar hér landi. Við teljum hins vegar að starfsemin eigi að vera uppi á borðum líkt og hjá öðrum vestrunum þjóðum fyrir utan Noreg og Ísland," segir Arnar.

Hann skorar á stjórnmálamenn og yfirvöld að kynna sér reynslu annarra þjóða af rekstri spilavíta og löggjöf þeirra. „Við Íslendingar höfum gert ansi mörg mistök í gegnum tíðina. Við vitum ekki allt manna best þannig að það þarf að kanna hvað aðrir eru að gera," segir Arnar og bætir við að nýlegar kannanir bendi til þess að spilafíkn sé einna mest í þeim löndum þar sem óheimilt sé að reka spilavíti.




Tengdar fréttir

Viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingu spilavíta

Samtök ferðaþjónustunnar sjá ekkert athugavert við lögleiðingu á starfsemi spilavíta hér á landi. Ferðamálastofa segir viðskiptaleg rök fyrir lögleiðingunni vissulega vera fyrir hendi. Mörgum spurningum er þó ósvarað.

Spilavíti í Heilsuverndarstöðina- Landlæknir skoðar málið

„Heilbrigðisráðuneytið leggst gegn hugmyndinni,“ segir Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, en óskað hefur verið eftir óformlegum umsögnum lögreglu og landlæknaembættisins til þess að meta hvort það sé heppilegt að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi.

Telur spilavíti spilla heilsufari

Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið gegn því að heimilað verði að opna spilavíti hér á landi. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins um málið sem skilað var til iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku.

Segir löggjöf um spilavíti „forkastanlega hugsun“

Setja þarf sérstaka löggjöf um rekstur spilavíta ef áform Icelandair og Arnars og Bjarka Gunnlaugssona eiga að verða að veruleika. Stjórnarþingmaður segir landið hafa verið eitt stórt spilavíti og segist aldrei ætla að styðja slíka löggjöf.

Telur að fjölga megi spilavítum

Dómsmálaráðuneyti Danmerkur hefur sent út tilkynningu um að rúm sé fyrir allt að fjögur ný spilavíti í landinu. Kæmu þau til viðbótar við þau sex leyfi stjórnvalda fyrir rekstrinum.

Þórarinn Tyrfingsson ekki hrifinn af spilavítum

Formaður SÁÁ segist finna fyrir miklum þrýstingi varðandi opnun spilavítis hér á landi. Allar helstu stofnanir landsins fjalla nú um spilavíti sem Icelandair vill opna við Suðurlandsbraut.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×