Innlent

Gunnar Rúnar ákærður í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Rúnar verður ákærður í dag, samkvæmt upplýsingum frá Ríkissaksóknara.
Gunnar Rúnar verður ákærður í dag, samkvæmt upplýsingum frá Ríkissaksóknara.

Ákæra gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem grunaður er um morðið á Hannesi Þór Helgasyni, verður gefin út í dag, samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkissaksóknara.



Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Fljótlega beindist grunur að Gunnari Rúnari sem hafði opinberlega lýst ást sinni á unnustu Hannesar.



Gunnar Rúnar var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27 ágúst og hefur setið í varðhaldi síðan þá.




Tengdar fréttir

Ákvörðun um ákæru á hendur Gunnari Rúnari tekin fyrir helgi

Ríkissaksóknari þarf að taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni i síðasta lagi á föstudag. Gunnar Rúnar er grunaður um morð á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að

Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf

Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×