Innlent

Morðrannsókn formlega lokið - málið til ríkissaksóknara

Valur Grettisson skrifar
Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur játað að hafa orðið Hannesi að bana.
Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur játað að hafa orðið Hannesi að bana.

Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum er lokið samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsóknargögn hafa verið send ríkissaksóknara og telst því rannsókn að fullu lokið.

Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur játað að hafa orðið Hannesi að bana. Rannsókn lögreglu hefur verið gríðarlega umfangsmikil og flókin en Gunnar var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en um hálfum mánuði eftir að Hannes fannst látinn. Morðvopnið fannst mun síðar.

Ríkissaksóknari fer nú yfir málið og tekur ákvörðun um ákæru á næstu vikum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×