Erlent

Harka færist í mótmælin

Átök í Lyon Sarkozy ætlar að taka hart á málunum.Fréttablaðið/AP
Átök í Lyon Sarkozy ætlar að taka hart á málunum.Fréttablaðið/AP

Grímuklædd ungmenni tókust á við lögreglu í nokkrum borgum Frakklands í gær, þar sem fjöldi fólks hefur mótmælt áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur.

Samgöngur voru víða í lama­sessi í landinu. Hætta þurfti við hundruð flugferða, langar biðraðir mynduðust við bensínstöðvar og lestarsamgöngur féllu víða niður. Æ meiri harka er að færast í mótmælin og er óttast að átök fari vaxandi næstu daga.

Nicolas Sarkozy forseti gaf í gær loforð um að lög og regla verði tryggð og óláta­seggir teknir úr umferð.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×