Gestur fundaði með Adam Sandler í Hollywood 18. nóvember 2010 11:30 Gestur segir Adam Sandler spenntan fyrir verkefni sem hann kynnti en ekki var gengið frá neinum samningum á fundinum í Hollywood. „Þetta er allt mjög venjulegt fólk, það er að segja venjulegt fólk í mínum augum,“ segir Gestur Valur Svansson kvikmyndagerðarmaður. Gestur Valur átti fund með Adam Sandler í höfuðstöðvum framleiðslufyrirtækis hans, Happy Madison, ásamt Klovn-stjörnunni Casper Christiansen í Culver City fyrir skemmstu. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum átti Gestur fund með Casper í Los Angeles fyrr í sumar þar sem þeir ræddu mögulegt samstarf. Casper las yfir handrit að sjónvarpsþattum sem nú eru í tökum og verða sýndir í Sjónvarpinu eftir áramót og hugsanlegt handrit að Hollywood-mynd. En ekki er sagan öll. Gestur mætti þar að auki í partý hjá þeim Klovn-hjónum en þar var meðal annars Joaquin Phoenix, Óskarsverðlaunahafinn víðfrægi.En það var óneitanlega fundurinn með Sandler sem var hápunktur ferðarinnar. „Ég vil sem minnst tjá mig um hvernig mér tókst að fá fundi með Adam Sandler, vil ekki eyðileggja neitt fyrir mér en mér tókst það,“ segir Gestur Valur en Sandler er stórt nafn í Hollywood um þessar mundir og feykilega áhrifamikill innan gamanmyndageirans. Og af þeim sökum ákaflega upptekinn maður. Gestur var að eigin sögn sóttur af bílstjóra framleiðslufyrirtækisins en áréttar að fundurinn hafi ekki verið formlegur heldur mjög einfaldur í sniðum. „Hann var mjög spenntur fyrir verkefni sem ég kynnti fyrir honum en annars var ég bara aðallega að kynna sjálfan mig og mínar hugmyndir,“ útskýrir Gestur og ber Sandler vel söguna, segir að það hafi verið stutt í spaugið hjá honum. Fréttablaðið hafði í gær samband við Casper Christiansen sem staðfesti söguna. Hann hefði átt fund með Adam Sandler og Gesti Val í sumar þegar þeir hefðu verið staddir á sama tíma í Los Angeles og að þeir væru að skoða möguleika á að skrifa handrit saman. „Það er alltaf súrrealískt að sitja á fundi með Íslendingi,“ segir Casper um fundinn og upplýsti um leið að þótt ekkert ákveðið hefði komið út úr fundinum væru allir fundir í Hollywood góðir fundir. Gestur Valur lýsti því yfir árið 2007 í íslenskum fjölmiðlum að hann væri hugmyndasmiðurinn að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Næturvaktinni og í fréttatilkynningu sem hann sendi í tengslum við sjónvarpsþáttinn Tríó kynnir hann sig sem slíkur. Gestur sagðist hins vegar ekki vera hræddur um að hann yrði fyrir barðinu á óheiðarlegum amerískum kvikmyndagerðarmönnum, hann hefði tryggt sér einkaréttinn á öllum sínum hugmyndum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Þetta er allt mjög venjulegt fólk, það er að segja venjulegt fólk í mínum augum,“ segir Gestur Valur Svansson kvikmyndagerðarmaður. Gestur Valur átti fund með Adam Sandler í höfuðstöðvum framleiðslufyrirtækis hans, Happy Madison, ásamt Klovn-stjörnunni Casper Christiansen í Culver City fyrir skemmstu. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum átti Gestur fund með Casper í Los Angeles fyrr í sumar þar sem þeir ræddu mögulegt samstarf. Casper las yfir handrit að sjónvarpsþattum sem nú eru í tökum og verða sýndir í Sjónvarpinu eftir áramót og hugsanlegt handrit að Hollywood-mynd. En ekki er sagan öll. Gestur mætti þar að auki í partý hjá þeim Klovn-hjónum en þar var meðal annars Joaquin Phoenix, Óskarsverðlaunahafinn víðfrægi.En það var óneitanlega fundurinn með Sandler sem var hápunktur ferðarinnar. „Ég vil sem minnst tjá mig um hvernig mér tókst að fá fundi með Adam Sandler, vil ekki eyðileggja neitt fyrir mér en mér tókst það,“ segir Gestur Valur en Sandler er stórt nafn í Hollywood um þessar mundir og feykilega áhrifamikill innan gamanmyndageirans. Og af þeim sökum ákaflega upptekinn maður. Gestur var að eigin sögn sóttur af bílstjóra framleiðslufyrirtækisins en áréttar að fundurinn hafi ekki verið formlegur heldur mjög einfaldur í sniðum. „Hann var mjög spenntur fyrir verkefni sem ég kynnti fyrir honum en annars var ég bara aðallega að kynna sjálfan mig og mínar hugmyndir,“ útskýrir Gestur og ber Sandler vel söguna, segir að það hafi verið stutt í spaugið hjá honum. Fréttablaðið hafði í gær samband við Casper Christiansen sem staðfesti söguna. Hann hefði átt fund með Adam Sandler og Gesti Val í sumar þegar þeir hefðu verið staddir á sama tíma í Los Angeles og að þeir væru að skoða möguleika á að skrifa handrit saman. „Það er alltaf súrrealískt að sitja á fundi með Íslendingi,“ segir Casper um fundinn og upplýsti um leið að þótt ekkert ákveðið hefði komið út úr fundinum væru allir fundir í Hollywood góðir fundir. Gestur Valur lýsti því yfir árið 2007 í íslenskum fjölmiðlum að hann væri hugmyndasmiðurinn að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Næturvaktinni og í fréttatilkynningu sem hann sendi í tengslum við sjónvarpsþáttinn Tríó kynnir hann sig sem slíkur. Gestur sagðist hins vegar ekki vera hræddur um að hann yrði fyrir barðinu á óheiðarlegum amerískum kvikmyndagerðarmönnum, hann hefði tryggt sér einkaréttinn á öllum sínum hugmyndum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira