Erlent

Fjörutíu ára ráðgáta loks leyst

i Asbest var á tímabili víða notað sem byggingarefni, eins og í Lýðveldishöllinni sem reist var í Austur-Berlín en hefur verið rifin.
i Asbest var á tímabili víða notað sem byggingarefni, eins og í Lýðveldishöllinni sem reist var í Austur-Berlín en hefur verið rifin. nordicphotos/AFP

Vísindamenn við krabbameinsrannsóknarstöð á Havaí telja sig loks hafa fundið svör við þeirri spurningu hvernig asbest veldur krabbameini.

Vitað var fyrir að trefjar úr asbesti drepa frumur, en í fjörutíu ár hafa menn reynt að finna út hvernig þetta gæti valdið krabbameini því dauðar frumur ættu ekki að geta vaxið og myndað æxli.

Rannsóknir vísindamannanna leiddu í ljós að asbestið drepur frumur með því að koma af stað vefjadrepi í frumum sem um leið leysir úr læðingi tiltekna prótínsameind, sem nefnd er HMGB1. Hún framkallar bólguviðbrögð sem valda fyrir sitt leyti stökkbreytingum og fleiri þáttum sem örva krabbameinsvöxt.

Það voru þau Haingin Yang og Michele Carbone, sem stýrðu rannsóknunum. Niðurstöður þeirra eru birtar í tímariti Vísindaakademíu Bandaríkjanna, Proceedings of the National Academy of Sciences.

Talið er að tugir milljóna manna þjáist af krabbameini eftir að hafa komist í snertingu við asbest. - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×