Flest tilfelli af HIV í 25 ár 9. ágúst 2010 05:00 Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra Fjöldi tilfella nýrra HIV-greininga hefur ekki verið meiri hér á landi síðan 1985. Á síðasta ári greindust þrettán tilfelli, en árið 1985 voru þau sextán. Mælingar hófust fyrst árið 1983 og var þá einn einstaklingur sem greindist með HIV-veiruna. Kemur þetta fram í skýrslu Landlæknisembættisins. „Þetta er svipuð þróun og hefur verið í nágrannalöndunum,“ segir Svavar G. Jónsson, varaformaður samtakanna HIV Ísland. „Það vantar sárlega aukna fræðslu og umræðu um sjúkdóminn hér á landi.“ Svavar telur vaxandi kæruleysi varðandi sjúkdóminn sökum þeirra öflugu lyfja sem komin eru á markað áhyggjuefni. „HIV-jákvætt fólk lifir með þessum lyfjum,“ segir hann. „En þetta er ekki eins og að skera sig á fingri – það er engin lækning.“ Svavar segir árlegan lyfjakostnað eins HIV-sjúklings velta á milljónum króna. „Hann er gríðarlega mikill. Það er hægt að kosta fræðslu- og áróður í heilt ár fyrir lyfjakostnað eins einstaklings,“ segir hann. Einnig sé mikilvægt fyrir almenning að átta sig á því að HIV er orðinn almennur sjúkdómur um heim allan og ekki bundinn við samkynhneigða. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa séð tölurnar frá Landlæknisembættinu en nauðsynlegt sé að skoða upplýsingarnar í tengslum við mannfjölda og þá lýðfræðilegu dreifingu hópa sem greinast. Hún segir umræðuna í samfélaginu eflaust aldrei nægilega og mikilvægt sé að horfa til nágrannalandanna í tengslum við efnið. „Löndin í kringum okkur eru að endurskoða blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sem voru stöðvaðar á sínum tíma vegna umræðu um HIV. Það er eitthvað sem við verðum að skoða hér,“ segir Álfheiður. Árið 1985 var einn gagnkynhneigður einstaklingur greindur með HIV og tveir fíkniefnaneytendur. Hinir þrettán sem greindust það ár voru samkynhneigðir. Árið 2009 voru fimm fíkniefnaneytendur sem greindust og sjö gagnkynhneigðir. Enginn samkynhneigður fékk HIV-greiningu það ár. sunna@frettabladid.is landlæknisembættið Ekki hafa fleiri greinst með HIV-veiruna síðan 1985. 231 einstaklingur hefur greinst frá því mælingar hófust árið 1983. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fjöldi tilfella nýrra HIV-greininga hefur ekki verið meiri hér á landi síðan 1985. Á síðasta ári greindust þrettán tilfelli, en árið 1985 voru þau sextán. Mælingar hófust fyrst árið 1983 og var þá einn einstaklingur sem greindist með HIV-veiruna. Kemur þetta fram í skýrslu Landlæknisembættisins. „Þetta er svipuð þróun og hefur verið í nágrannalöndunum,“ segir Svavar G. Jónsson, varaformaður samtakanna HIV Ísland. „Það vantar sárlega aukna fræðslu og umræðu um sjúkdóminn hér á landi.“ Svavar telur vaxandi kæruleysi varðandi sjúkdóminn sökum þeirra öflugu lyfja sem komin eru á markað áhyggjuefni. „HIV-jákvætt fólk lifir með þessum lyfjum,“ segir hann. „En þetta er ekki eins og að skera sig á fingri – það er engin lækning.“ Svavar segir árlegan lyfjakostnað eins HIV-sjúklings velta á milljónum króna. „Hann er gríðarlega mikill. Það er hægt að kosta fræðslu- og áróður í heilt ár fyrir lyfjakostnað eins einstaklings,“ segir hann. Einnig sé mikilvægt fyrir almenning að átta sig á því að HIV er orðinn almennur sjúkdómur um heim allan og ekki bundinn við samkynhneigða. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa séð tölurnar frá Landlæknisembættinu en nauðsynlegt sé að skoða upplýsingarnar í tengslum við mannfjölda og þá lýðfræðilegu dreifingu hópa sem greinast. Hún segir umræðuna í samfélaginu eflaust aldrei nægilega og mikilvægt sé að horfa til nágrannalandanna í tengslum við efnið. „Löndin í kringum okkur eru að endurskoða blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sem voru stöðvaðar á sínum tíma vegna umræðu um HIV. Það er eitthvað sem við verðum að skoða hér,“ segir Álfheiður. Árið 1985 var einn gagnkynhneigður einstaklingur greindur með HIV og tveir fíkniefnaneytendur. Hinir þrettán sem greindust það ár voru samkynhneigðir. Árið 2009 voru fimm fíkniefnaneytendur sem greindust og sjö gagnkynhneigðir. Enginn samkynhneigður fékk HIV-greiningu það ár. sunna@frettabladid.is landlæknisembættið Ekki hafa fleiri greinst með HIV-veiruna síðan 1985. 231 einstaklingur hefur greinst frá því mælingar hófust árið 1983.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira