Flest tilfelli af HIV í 25 ár 9. ágúst 2010 05:00 Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra Fjöldi tilfella nýrra HIV-greininga hefur ekki verið meiri hér á landi síðan 1985. Á síðasta ári greindust þrettán tilfelli, en árið 1985 voru þau sextán. Mælingar hófust fyrst árið 1983 og var þá einn einstaklingur sem greindist með HIV-veiruna. Kemur þetta fram í skýrslu Landlæknisembættisins. „Þetta er svipuð þróun og hefur verið í nágrannalöndunum,“ segir Svavar G. Jónsson, varaformaður samtakanna HIV Ísland. „Það vantar sárlega aukna fræðslu og umræðu um sjúkdóminn hér á landi.“ Svavar telur vaxandi kæruleysi varðandi sjúkdóminn sökum þeirra öflugu lyfja sem komin eru á markað áhyggjuefni. „HIV-jákvætt fólk lifir með þessum lyfjum,“ segir hann. „En þetta er ekki eins og að skera sig á fingri – það er engin lækning.“ Svavar segir árlegan lyfjakostnað eins HIV-sjúklings velta á milljónum króna. „Hann er gríðarlega mikill. Það er hægt að kosta fræðslu- og áróður í heilt ár fyrir lyfjakostnað eins einstaklings,“ segir hann. Einnig sé mikilvægt fyrir almenning að átta sig á því að HIV er orðinn almennur sjúkdómur um heim allan og ekki bundinn við samkynhneigða. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa séð tölurnar frá Landlæknisembættinu en nauðsynlegt sé að skoða upplýsingarnar í tengslum við mannfjölda og þá lýðfræðilegu dreifingu hópa sem greinast. Hún segir umræðuna í samfélaginu eflaust aldrei nægilega og mikilvægt sé að horfa til nágrannalandanna í tengslum við efnið. „Löndin í kringum okkur eru að endurskoða blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sem voru stöðvaðar á sínum tíma vegna umræðu um HIV. Það er eitthvað sem við verðum að skoða hér,“ segir Álfheiður. Árið 1985 var einn gagnkynhneigður einstaklingur greindur með HIV og tveir fíkniefnaneytendur. Hinir þrettán sem greindust það ár voru samkynhneigðir. Árið 2009 voru fimm fíkniefnaneytendur sem greindust og sjö gagnkynhneigðir. Enginn samkynhneigður fékk HIV-greiningu það ár. sunna@frettabladid.is landlæknisembættið Ekki hafa fleiri greinst með HIV-veiruna síðan 1985. 231 einstaklingur hefur greinst frá því mælingar hófust árið 1983. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Fjöldi tilfella nýrra HIV-greininga hefur ekki verið meiri hér á landi síðan 1985. Á síðasta ári greindust þrettán tilfelli, en árið 1985 voru þau sextán. Mælingar hófust fyrst árið 1983 og var þá einn einstaklingur sem greindist með HIV-veiruna. Kemur þetta fram í skýrslu Landlæknisembættisins. „Þetta er svipuð þróun og hefur verið í nágrannalöndunum,“ segir Svavar G. Jónsson, varaformaður samtakanna HIV Ísland. „Það vantar sárlega aukna fræðslu og umræðu um sjúkdóminn hér á landi.“ Svavar telur vaxandi kæruleysi varðandi sjúkdóminn sökum þeirra öflugu lyfja sem komin eru á markað áhyggjuefni. „HIV-jákvætt fólk lifir með þessum lyfjum,“ segir hann. „En þetta er ekki eins og að skera sig á fingri – það er engin lækning.“ Svavar segir árlegan lyfjakostnað eins HIV-sjúklings velta á milljónum króna. „Hann er gríðarlega mikill. Það er hægt að kosta fræðslu- og áróður í heilt ár fyrir lyfjakostnað eins einstaklings,“ segir hann. Einnig sé mikilvægt fyrir almenning að átta sig á því að HIV er orðinn almennur sjúkdómur um heim allan og ekki bundinn við samkynhneigða. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa séð tölurnar frá Landlæknisembættinu en nauðsynlegt sé að skoða upplýsingarnar í tengslum við mannfjölda og þá lýðfræðilegu dreifingu hópa sem greinast. Hún segir umræðuna í samfélaginu eflaust aldrei nægilega og mikilvægt sé að horfa til nágrannalandanna í tengslum við efnið. „Löndin í kringum okkur eru að endurskoða blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sem voru stöðvaðar á sínum tíma vegna umræðu um HIV. Það er eitthvað sem við verðum að skoða hér,“ segir Álfheiður. Árið 1985 var einn gagnkynhneigður einstaklingur greindur með HIV og tveir fíkniefnaneytendur. Hinir þrettán sem greindust það ár voru samkynhneigðir. Árið 2009 voru fimm fíkniefnaneytendur sem greindust og sjö gagnkynhneigðir. Enginn samkynhneigður fékk HIV-greiningu það ár. sunna@frettabladid.is landlæknisembættið Ekki hafa fleiri greinst með HIV-veiruna síðan 1985. 231 einstaklingur hefur greinst frá því mælingar hófust árið 1983.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira