Barátta á bakvið tjöldin Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2010 20:57 Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira