Barátta á bakvið tjöldin Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2010 20:57 Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira