Barátta á bakvið tjöldin Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2010 20:57 Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira