Innlent

Ófagleg ráðgjöf við einkavæðinguna vonbrigði

Erla Hlynsdóttir skrifar

„Það fyrirkomulag sem haft var við sölu þessara tveggja banka hefði getað verið betra, opnara og gegnsærra en raunin varð á. Ég geri mér betur grein fyrir því nú en á meðan sölunni stóð," segir Valgerður Sverrisdóttir í svari sínu til þingmannanefndar Atla Gíslasonar. Valgerður sat í ríkisstjórn fyrir hönd Framsóknarflokks sem ráðherra bankamála þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavæddir.

Bankinn HSBC var sérlegur ráðgjafi við einkavæðinguna og samkvæmt ráðleggingum bankans varð niðurstaðan sú að Samson-hópurinn keypti Landsbankannn og S-hópurinn Búnaðarbankann.

Valgerður gerir ráðgjöfina sjálfa einnig að umtalsefni í svari sínu til nefndarinnar en bankinn hefur verið gagnrýndur fyrir að beinlínis miða mat sitt sérstaklega að Samson-hópnum þegar Landsbankinn var seldur.

„Það atriði skýrslunnar sem kom mér mest á óvart kemur fram í tölvupósti frá ráðgjafafyrirtæki íslenskra stjórnvalda við söluna, HSBC, sem er frá 29. ágúst 2002 ... Þar er lýst möguleikanum til að hagræða matsviðmiðum á þann hátt að tryggt sé að sá aðili sem fyrirfram stendur vilji til að semja við („preferred partyׂ") verði fyrir valinu við beitingu þeirra. Þessi tölvupóstur bendir itl þess að ekki hafi verið um faglega ráðgjöf að ræða. Það eru mér mikil vonbrigði," segir Valgerður í svari til nefndarinnar.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×