Snæfellsjökull lýstur upp til að vekja fólk 26. maí 2010 05:15 Þýski ljósalistamaðurinn fór ásamt samverkafólki sínu á Snæfellsjökul í gær og kveðst heillaður af landslaginu á Íslandi.Mynd/Sighvatur Lárusson „Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. gar@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
„Þetta verða skilaboð til allra hér á jörðu um að við verðum að takast á við hnattræna hlýnun,“ segir þýski listamaðurinn Gert Hof, sem áætlar að lýsa upp sjálfan Snæfellsjökul í október á þessu ári. Hof segist lengi hafa verið hugfanginn af Norðurpólnum og að boð um að koma hingað hafi fallið vel að því. Hann skoðaði aðstæður á Snæfellsjökli í gær og kveðst heillaður af landslaginu hér. „Það er virkilega undravert og á sama tíma ögrandi fyrir mig sem listamann,“ segir hann. Hof fæddist í Austur-Þýskalandi árið 1951. Hann var lengi leikstjóri og óperustjóri áður en hann gekk rokklistinni á hönd á tíunda áratugnum og útvíkkaði sviðslist sína svo um munaði. Hof hefur unnið myndbönd með rokksveitum á borð við Ramstein og Motorhead og lýst upp fjölmargar byggingar og sögulega staði um víða veröld. Meðal þeirra má nefna Akrópólis í Grikklandi. Hof segir margt þurfa að fara saman svo verkefnið verði að veruleika. „Við þurfum rétta fólkið og við höfum rétta fólkið hér. Í öðru lagi þurfum við réttu pólitísku kringumstæðurnar. Fólkið vill þetta. Í þriðja lagi er þetta ótrúlega fallegur staður. Í fjórða lagi þarf verkefnið að hafa réttu skilaboðin og þau eru þetta stóra umhverfisvandamál allrar jarðarinnar,“ útskýrir Hof. Þá kveður Hof sögu Jules Werne um Ferðina inn að miðju jarðar í gegnum Snæfellsjökul ljá verkefninu sérstaka vídd. „Ég get ekkert sagt á þessu augnabliki um það hvernig þetta muni líta út en ég vil segja að Jules Werne var í leiðangri að miðju jarðar. Ég sjálfur, sem listamaður, ásamt ykkur, íbúum Íslands, mun reyna að senda ákall til himins,“ segir Hof og bendir á að í raun sé himininn eins og sýningartjald sem allir geta litið á. Bergljót Arnalds og Páll Ásgeir Davíðsson áttu hugmyndina að því að fá Hof til landsins. Síðan fengu þau til liðs við sig íslenska fyrirtækið Northern Lights Energy. Bergljót leiðir tónlistarsköpun sem verður hluti sýningarinnar og byggir á hljóðum Snæfellsjökuls sjálfs. Páll Ásgeir segir verkefnið unnið út frá hugmyndinni um samfélagslega ábyrgð. Bæta hafa þurft ímynd Íslands eftir eldgos og efnahagshrun. „Það er snilld fyrir Íslendinga eftir að hafa haft eldgos í jökli á Íslandi að öðrum jökli á landinu sé breytt í listaverk,“ segir Páll Ásgeir. gar@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira