Lífið

Gerðu verk eftir fyrirmælum á Kaffivagninum

Stúlkurnar unnu listaverkin út frá fyrirmælum gesta Kaffivagnsins.  Fréttablaðið/Anton
Stúlkurnar unnu listaverkin út frá fyrirmælum gesta Kaffivagnsins. Fréttablaðið/Anton

Átta stúlkur sem setið hafa námskeiðið Sýningagerð og sýningastjórnun setja upp sýningu í dag en þær leituðu til almennings eftir hugmyndum að verkum sem þær síðan framkvæmdu. Á námskeiðinu voru bæði nemendur í listfræði við Háskóla Íslands og nemendur Listaháskóla Íslands.

„Þetta var verkefni sem við fengum úthlutað en við fengum frjálsar hendur um hvernig ætti að framkvæma það. Við ákváðum að fara nokkuð óhefðbundna leið og taka listamanninn úr jöfnunni og í staðinn fá fyrirmæli frá almenningi um hvernig verkin á sýningunni eiga að vera," útskýrir Lilý Erla Adamsdóttir, ein áttmenninganna.

Stúlkurnar fóru á Kaffivagninn og fengu fyrirmæli frá gestum staðarins. „Sumir sögðu bara nokkur orð, einn sagði til dæmis orðin æðislegt, bjart og fólk. Annar var nákvæmari og sagðist vilja fá málverk af laxi í neti. Nú vinnum við hörðum höndum að því að búa til þessi verk handa þeim." Lilý Erla segir fólk hafa tekið misvel í þetta en að yfirleitt hafi mönnum þótt gaman að fá að taka þátt í sköpunarferlinu.

Sýningin hefst í dag klukkan 17.00 í gallerí Kaffistofu við Hverfisgötu. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.