Fátt um svör fyrr en kröfur Íslands verða lagðar fram 9. nóvember 2010 04:00 Timo Summa Hinn finnski sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi er með aðstöðu í gömlu Moggahöllinni við Aðalstræti, á hæðinni fyrir neðan flokksskrifstofur Vinstri grænna.fréttablaðið/stefán Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira