Erlent

Obama þrífur sjálfur upp eftir portúgalska vatnahundinn

Hundurinn Bo fer í kvöldgöngur með forsetanum
Hundurinn Bo fer í kvöldgöngur með forsetanum Mynd: Hvíta húsið
Þó Barack Obama sé forseti Bandaríkjanna með tilheyrandi þjónum þá lætur hann sig ekki muna um að þrífa upp eftir hundinn sinn eins og hver annar borgari.

Obama heimsótti grunnskólabörn í síðustu viku þar sem hann sagði þeim frá því að hann færi alltaf í kvöldgöngu á lóð Hvíta hússins með hundinn sinn Bo, sem er portúgalskur vatnahundur. Obama sagði þetta notalega samverustund með hundinum en böggull fylgir þar skammrifi.

„Stundum þarf ég að þrífa upp kúkinn hans því ég vil ekki skilja hann eftir á lóðinni!," sagði Obama við börnin.

Ekki stóð á viðbrögðunum en börnin sögðu í einum kór: „Ooooooj!"

Forsetinn minnti börnin góðlátlega á skyldur hundaeigenda. „Þeir sem eiga hund þurfa að fara út að labba með hann, og þeir þurfa líka að þrífa upp eftir hann."

Fræðast má um portúgalska vatnahunda á vefnum Hvuttar.net



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×