Þeim fjölgar sem vilja afturkalla veiðiheimildir 27. september 2010 10:58 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem spurt var um álit fólks á því að afturkalla fiskveiðiheimildir. 70,9% svarenda sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 18,8% eru andvígir hugmyndunum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg málinu. „Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Eins og venjulega er nokkur munur á afstöðu ólíkra hópa til málsins. „Til dæmis sögðust 82% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 71% í aldurshópnum 30-49 ára og 54% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni mun fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir." „73,7% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 66,4% þeirra sem búa úti á landi," segir ennfremur. „Þá sögðust 16,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvígir hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 23,3% íbúa landsbyggðarinnar. Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn eru 93,3% sem sögðust hlynntir því að að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 35,0% þeirra voru því andvígir." Síðan kemur í ljós verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. „Þannig sögðust 38,3% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 43,4% þeirra sögðust andvígir. 59,1% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 27,3% þeirra sögðust andvígir. 93% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 2,3% þess sagðist andvígt. Þá voru 95,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 1,1% voru því andvígir. Meðal þeirra sem sögðust kjósa aðra flokka en ofangreinda voru 87,2% sem kváðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 10,5% kváðust andvígir." Í tilkynningunni segir einnig að þegar litið sé til sambærilegrar könnunar frá því í febrúar 2009 kemur í ljós að stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda hefur aukist mikið meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. „Nú segjast 93,3% þeirra sem styðja ríkisstjórnina hlynnt hugmyndinni samanborið við 74,3% í febrúar 2009. Stuðningur við hugmyndina breytist hins vegar lítillega meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn nú. Stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda eykst meðal karla og kvenna, þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og íbúa landsbyggðarinnar og í öllum aldurshópum að hópnum 18-29 ára undanskyldum." Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem spurt var um álit fólks á því að afturkalla fiskveiðiheimildir. 70,9% svarenda sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 18,8% eru andvígir hugmyndunum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg málinu. „Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Eins og venjulega er nokkur munur á afstöðu ólíkra hópa til málsins. „Til dæmis sögðust 82% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 71% í aldurshópnum 30-49 ára og 54% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni mun fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir." „73,7% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 66,4% þeirra sem búa úti á landi," segir ennfremur. „Þá sögðust 16,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvígir hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 23,3% íbúa landsbyggðarinnar. Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn eru 93,3% sem sögðust hlynntir því að að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 35,0% þeirra voru því andvígir." Síðan kemur í ljós verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. „Þannig sögðust 38,3% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 43,4% þeirra sögðust andvígir. 59,1% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 27,3% þeirra sögðust andvígir. 93% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 2,3% þess sagðist andvígt. Þá voru 95,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 1,1% voru því andvígir. Meðal þeirra sem sögðust kjósa aðra flokka en ofangreinda voru 87,2% sem kváðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 10,5% kváðust andvígir." Í tilkynningunni segir einnig að þegar litið sé til sambærilegrar könnunar frá því í febrúar 2009 kemur í ljós að stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda hefur aukist mikið meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. „Nú segjast 93,3% þeirra sem styðja ríkisstjórnina hlynnt hugmyndinni samanborið við 74,3% í febrúar 2009. Stuðningur við hugmyndina breytist hins vegar lítillega meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn nú. Stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda eykst meðal karla og kvenna, þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og íbúa landsbyggðarinnar og í öllum aldurshópum að hópnum 18-29 ára undanskyldum."
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira