Engin paradísarheimt undir Helgafelli 20. ágúst 2010 05:00 Velkomin! Gestir eru boðnir velkomnir í Helgafellslandið þegar ekið er upp tengibrautina úr Álafosskvosinni.Fréttablaðið/GVA Gert var ráð fyrir stórri íbúðabyggð í frjósömu landbúnaðarlandi ofan við Álafosskvosina fyrir fjórum árum. Nú er þar búið í þremur nýjum húsum og einni blokk. Köngulóarvefir hanga í nokkrum auðum húsum. Slysahætta fyrir börn, segja íbúar sem aka fram hjá grunnum húsa á hverjum degi. Fyrirtækið sem sá um skipulag og sölu lóða á svæðinu á nú í viðræðum við lánardrottin. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór með Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara um hverfið. Það er kyrrð og ró yfir Helgafellslandinu í Mosfellsbæ enda umferð nær engin. Maríuerlur fljúga óáreittar hjá mannlausum húsum í sólinni við götur nefndar eftir bókum og sögupersónum úr skáldverkum Halldórs Laxness. Fyrir tæpum fimm árum undirrituðu bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og hópur landeigenda viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu hverfisins. Þar eru lóðir fyrir 1.020 íbúðaeiningar: 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli auk raðhúsa og annars konar húsa í skjóli vinda undir suðurhlíðum Helgafells. Þar var gert ráð fyrir tveimur leikskólum, grunnskóla og þjónustubyggingum. Í dag eru risin nokkur hús. Íbúar telja búið í þremur húsum auk blokkarinnar í efri byggð. Þar eru 24 íbúðir með fimmtán auðum íbúðum. Nær Álafosskvosinni, við malbikaðar götur, standa nokkur fokheld hús einmana við hlið geysistórra opinna grunna. Köngulóarvefir í ryðguðum krönum benda til að langt er síðan þeir lyftu síðustu kílóunum. Rúður eru brotnar í nokkrum húsanna og dyragættir tómar svo ganga má óhindrað inn í þau. Þetta er spennnandi vettvangur fyrir börn. En hættur eru á hverju strái; glerbrot, naglar og spýtnabrak á víð og dreif og opið milli hæða. Eina sjáanlega þjónustan er leikskóli. Hann virðist fullbúinn með leiktækjum á lóðinni. Á milli leiktækja leynast brotin rör og rafmagnsvírar. Leikskólinn hefur verið mannlaus um skeið og er unnið að niðurrifi hans. Fyrirhugað var að reisa grunnskólann á lóðinni. Óvíst er hvort sú bygging rís á næstu árum. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum bæjaryfirvöld hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, sem skipulögðu svæðið og seldu lóðirnar, að ljúka verkunum. Fyrirtækið hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá,“ segir Jóhanna. Jón Guðni Sandholt, stjórnarformaður Helgafellsbygginga, segir lítið hægt að gera. Viðræður hafi staðið yfir á milli bæjaryfirvalda og Helgafellsbygginga. Sömuleiðis hafi því verið beint til eigenda lóðanna að loka grunnum og byrgja fyrir hættur. „Það er á valdi þeirra sem eiga lóðirnar að gera þetta,“ segir hann en bendir á að nokkrir lóðaeigendur hafi komið illa út úr hruninu og séu ófærir um nokkurn hlut. Nokkrir, svo sem verktakafyrirtækið Pálmatré sem reisti einu blokkina á svæðinu, hafa skilað góðum frágangi, að sögn íbúa. Sala á lóðum í landi Helgafells hófst árið 2006 og var gert ráð fyrir að framkvæmdum lyki á áratug. Jón segir að miðað við ástandið megi reikna með að verklok frestist. „Það gekk vel að selja lóðirnar, sérstaklega fjölbýlishúsalóðir. En þegar allt hrundi hættu lóðir að seljast og síðan þá hefur allt verið í kyrrstöðu. Við munum væntanlega sjá fyrir endann á þessu í fyrsta lagi árið 2020,“ segir hann en reiknar með að breyta þurfi skipulagi á svæðinu. „Árið 2007 byggði enginn neitt undir hundrað fermetra íbúðum. Ég held að því þurfi að breyta, minnka íbúðirnar og húsin líka. Þannig séð var hrunið af hinu góða. Það fékk menn til að slaka á og hætta að reyna að gleypa heiminn.“ Helgafellsbyggingar skulduðu tæpa ellefu milljarða króna í lok árs 2008 samkvæmt ársreikningi. Hluti þess er í erlendri mynt. Jón segir gengishrunið gefa skakka mynd af stöðu mála auk þess sem greitt hafi verið inn á lánin við sölu lóða. Hann telur skuldina nær þremur milljörðum í dag. Viðræður standa nú yfir á milli Landsbankans, sem er eini kröfuhafi félagsins, um greiðslu lánsins. gapandi tóttir Tóm fokheld hús er slysahætta, að sögn þeirra sem búa í Helgafellslandinu.Fréttablaðið/GVA Blóm í veginum Langt virðist síðan bíll ók síðast eftir niðurgröfnum vegi út frá Snæfríðargötu. Fréttablaðið/GVA hættuför í sölkugötu Langt virðist síðan unnið var við raðhúsin í Sölkugötu. Húsin standa öllum opin. Stigaopin eru varasöm. Þarna leika börn sér oft. Fréttablaðið/GVA eina blokkin Búið er í níu íbúðum í einu blokkinni í Helgafellslandinu. Þar eru 24 íbúðir. Opinn blokkargrunnur spillir útsýni íbúa. Þar hefur engin hreyfing verið síðastliðin tvö ár. Fréttablaðið/GVA Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Gert var ráð fyrir stórri íbúðabyggð í frjósömu landbúnaðarlandi ofan við Álafosskvosina fyrir fjórum árum. Nú er þar búið í þremur nýjum húsum og einni blokk. Köngulóarvefir hanga í nokkrum auðum húsum. Slysahætta fyrir börn, segja íbúar sem aka fram hjá grunnum húsa á hverjum degi. Fyrirtækið sem sá um skipulag og sölu lóða á svæðinu á nú í viðræðum við lánardrottin. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór með Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara um hverfið. Það er kyrrð og ró yfir Helgafellslandinu í Mosfellsbæ enda umferð nær engin. Maríuerlur fljúga óáreittar hjá mannlausum húsum í sólinni við götur nefndar eftir bókum og sögupersónum úr skáldverkum Halldórs Laxness. Fyrir tæpum fimm árum undirrituðu bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og hópur landeigenda viljayfirlýsingu um að ganga til samninga um uppbyggingu hverfisins. Þar eru lóðir fyrir 1.020 íbúðaeiningar: 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli auk raðhúsa og annars konar húsa í skjóli vinda undir suðurhlíðum Helgafells. Þar var gert ráð fyrir tveimur leikskólum, grunnskóla og þjónustubyggingum. Í dag eru risin nokkur hús. Íbúar telja búið í þremur húsum auk blokkarinnar í efri byggð. Þar eru 24 íbúðir með fimmtán auðum íbúðum. Nær Álafosskvosinni, við malbikaðar götur, standa nokkur fokheld hús einmana við hlið geysistórra opinna grunna. Köngulóarvefir í ryðguðum krönum benda til að langt er síðan þeir lyftu síðustu kílóunum. Rúður eru brotnar í nokkrum húsanna og dyragættir tómar svo ganga má óhindrað inn í þau. Þetta er spennnandi vettvangur fyrir börn. En hættur eru á hverju strái; glerbrot, naglar og spýtnabrak á víð og dreif og opið milli hæða. Eina sjáanlega þjónustan er leikskóli. Hann virðist fullbúinn með leiktækjum á lóðinni. Á milli leiktækja leynast brotin rör og rafmagnsvírar. Leikskólinn hefur verið mannlaus um skeið og er unnið að niðurrifi hans. Fyrirhugað var að reisa grunnskólann á lóðinni. Óvíst er hvort sú bygging rís á næstu árum. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum bæjaryfirvöld hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, sem skipulögðu svæðið og seldu lóðirnar, að ljúka verkunum. Fyrirtækið hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá,“ segir Jóhanna. Jón Guðni Sandholt, stjórnarformaður Helgafellsbygginga, segir lítið hægt að gera. Viðræður hafi staðið yfir á milli bæjaryfirvalda og Helgafellsbygginga. Sömuleiðis hafi því verið beint til eigenda lóðanna að loka grunnum og byrgja fyrir hættur. „Það er á valdi þeirra sem eiga lóðirnar að gera þetta,“ segir hann en bendir á að nokkrir lóðaeigendur hafi komið illa út úr hruninu og séu ófærir um nokkurn hlut. Nokkrir, svo sem verktakafyrirtækið Pálmatré sem reisti einu blokkina á svæðinu, hafa skilað góðum frágangi, að sögn íbúa. Sala á lóðum í landi Helgafells hófst árið 2006 og var gert ráð fyrir að framkvæmdum lyki á áratug. Jón segir að miðað við ástandið megi reikna með að verklok frestist. „Það gekk vel að selja lóðirnar, sérstaklega fjölbýlishúsalóðir. En þegar allt hrundi hættu lóðir að seljast og síðan þá hefur allt verið í kyrrstöðu. Við munum væntanlega sjá fyrir endann á þessu í fyrsta lagi árið 2020,“ segir hann en reiknar með að breyta þurfi skipulagi á svæðinu. „Árið 2007 byggði enginn neitt undir hundrað fermetra íbúðum. Ég held að því þurfi að breyta, minnka íbúðirnar og húsin líka. Þannig séð var hrunið af hinu góða. Það fékk menn til að slaka á og hætta að reyna að gleypa heiminn.“ Helgafellsbyggingar skulduðu tæpa ellefu milljarða króna í lok árs 2008 samkvæmt ársreikningi. Hluti þess er í erlendri mynt. Jón segir gengishrunið gefa skakka mynd af stöðu mála auk þess sem greitt hafi verið inn á lánin við sölu lóða. Hann telur skuldina nær þremur milljörðum í dag. Viðræður standa nú yfir á milli Landsbankans, sem er eini kröfuhafi félagsins, um greiðslu lánsins. gapandi tóttir Tóm fokheld hús er slysahætta, að sögn þeirra sem búa í Helgafellslandinu.Fréttablaðið/GVA Blóm í veginum Langt virðist síðan bíll ók síðast eftir niðurgröfnum vegi út frá Snæfríðargötu. Fréttablaðið/GVA hættuför í sölkugötu Langt virðist síðan unnið var við raðhúsin í Sölkugötu. Húsin standa öllum opin. Stigaopin eru varasöm. Þarna leika börn sér oft. Fréttablaðið/GVA eina blokkin Búið er í níu íbúðum í einu blokkinni í Helgafellslandinu. Þar eru 24 íbúðir. Opinn blokkargrunnur spillir útsýni íbúa. Þar hefur engin hreyfing verið síðastliðin tvö ár. Fréttablaðið/GVA
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira