Vantar skilgreiningar á alvarlegu slysi 29. júní 2010 18:42 Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin. Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin.
Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira