Ástin er bara í myndböndunum Sara McMahon skrifar 6. desember 2010 10:00 Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. Myndbandið var tekið upp í gömlum kirkjugarði í norðurhluta London og fóru tökur allar fram á einum degi. „Við byrjuðum eldsnemma um morguninn og unnum langt fram á kvöld. Það var mikil pressa á að ná öllum skotunum áður en það fór að dimma. Það var samt mikil stemning og ég held að allir hafi komist í jólaskap," segir Anna Þóra. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur stúlkuna sem söngvarinn er ástfanginn af en hún segir svo ekki vera í raunveruleikanum. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir um það að við séum par, en nei, við erum ekki saman. Það er samt svolítið fyndið að heyra svoleiðis sögur úti í bæ," segir hún. Innt eftir því hvort hún muni leika í fleiri myndböndum hljómsveitarinnar segir hún ekkert ákveðið um það að svo stöddu. „Það var mjög kalt þegar við tókum upp bæði þetta og fyrra myndbandið og strákarnir voru eitthvað að grínast með að næst myndu þeir passa upp á að tökur færu fram á hlýjum stað þannig það er aldrei að vita. Ég myndi í það minnsta taka því fagnandi," segir hún hlæjandi. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljómsveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. Myndbandið var tekið upp í gömlum kirkjugarði í norðurhluta London og fóru tökur allar fram á einum degi. „Við byrjuðum eldsnemma um morguninn og unnum langt fram á kvöld. Það var mikil pressa á að ná öllum skotunum áður en það fór að dimma. Það var samt mikil stemning og ég held að allir hafi komist í jólaskap," segir Anna Þóra. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur stúlkuna sem söngvarinn er ástfanginn af en hún segir svo ekki vera í raunveruleikanum. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir um það að við séum par, en nei, við erum ekki saman. Það er samt svolítið fyndið að heyra svoleiðis sögur úti í bæ," segir hún. Innt eftir því hvort hún muni leika í fleiri myndböndum hljómsveitarinnar segir hún ekkert ákveðið um það að svo stöddu. „Það var mjög kalt þegar við tókum upp bæði þetta og fyrra myndbandið og strákarnir voru eitthvað að grínast með að næst myndu þeir passa upp á að tökur færu fram á hlýjum stað þannig það er aldrei að vita. Ég myndi í það minnsta taka því fagnandi," segir hún hlæjandi. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira