Banaslysið í Silfru: öndunargríman losnaði SB skrifar 20. júní 2010 12:11 Lögregla á slysstað í gær. Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. Tobias Klose rekur fyrirtækið Dive. Hann var á Þingvöllum í gær ásamt syni sínum. Hann segir rétt að köfunarbúnaðurinn hafi verið frá honum en ekki líti út fyrir að búnaðurinn hafi bilað. "Ég kom þarna að og hjálpaði við björgunaraðgerðir," segir Tobias sem finnst yfirlýsingar lögreglunnar bera vitni um fljótfærnishátt. Vísir ræddi við Ómar Hafliðason atvinnukafari, sem er faðir starfsmanns Exist sem skipulagði köfunarferð franska parsins og var með þeim þegar stúlkan festi sig. Hann segir stúlkuna hafa verið með varalunga hangandi á sér sem hafi klemmst milli steina í helli á um níu metra dýpi. "Þeir reyna að bjarga henni en hún berst um," segir Ómar en sonur hans skaust upp á yfirborðið eftir hjálp. "Það var fullt af köfurum þarna í kring og hann biður um aðstoð auk þess að hringja íneyðarlínuna. Þegar hann kemur aftur niður er konan orðin máttlítil og honum tekst að losa hana. Maðurinn hennar var fyrir aftan hana en þegar konan syndir upp á yfirborðið er maðurinn horfinn." Sonur Ómars leitaði að manninum en mikið ryk hafði þyrlast upp og skyggni var orðið slæmt. Að lokum finnur hann manninn á rúmlega þrjátíu metra dýpi og hafði þá lunga hans og öndunargríma losnað - trúlega í átökunum við að bjarga konunni. "Það var loft á kútnum hans en öndunarbúnaðurinn var laus," segir Ómar sem líkt og Tobias finnst lögregluna hafa verið fljót á sér að ýja að því í gærkvöldi að bilun hafi orðið í köfunarbúnaði. Þarna sé um mannlegan harmleik að ræða og málið muni að sjálfsögðu verða rannsakað í þaula. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. Tobias Klose rekur fyrirtækið Dive. Hann var á Þingvöllum í gær ásamt syni sínum. Hann segir rétt að köfunarbúnaðurinn hafi verið frá honum en ekki líti út fyrir að búnaðurinn hafi bilað. "Ég kom þarna að og hjálpaði við björgunaraðgerðir," segir Tobias sem finnst yfirlýsingar lögreglunnar bera vitni um fljótfærnishátt. Vísir ræddi við Ómar Hafliðason atvinnukafari, sem er faðir starfsmanns Exist sem skipulagði köfunarferð franska parsins og var með þeim þegar stúlkan festi sig. Hann segir stúlkuna hafa verið með varalunga hangandi á sér sem hafi klemmst milli steina í helli á um níu metra dýpi. "Þeir reyna að bjarga henni en hún berst um," segir Ómar en sonur hans skaust upp á yfirborðið eftir hjálp. "Það var fullt af köfurum þarna í kring og hann biður um aðstoð auk þess að hringja íneyðarlínuna. Þegar hann kemur aftur niður er konan orðin máttlítil og honum tekst að losa hana. Maðurinn hennar var fyrir aftan hana en þegar konan syndir upp á yfirborðið er maðurinn horfinn." Sonur Ómars leitaði að manninum en mikið ryk hafði þyrlast upp og skyggni var orðið slæmt. Að lokum finnur hann manninn á rúmlega þrjátíu metra dýpi og hafði þá lunga hans og öndunargríma losnað - trúlega í átökunum við að bjarga konunni. "Það var loft á kútnum hans en öndunarbúnaðurinn var laus," segir Ómar sem líkt og Tobias finnst lögregluna hafa verið fljót á sér að ýja að því í gærkvöldi að bilun hafi orðið í köfunarbúnaði. Þarna sé um mannlegan harmleik að ræða og málið muni að sjálfsögðu verða rannsakað í þaula.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira