Innlent

Tveir á slysadeild eftir bílveltu

Bíll fór út af þjóðveginum efst í Hveradalabrekkunum í nótt og valt að minnstakkosti eina veltu áður en hann nam staðar á hjólunum.

Tveir voru í bílnum og voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans, en voru ekki taldir alvarlega slasaðir. Bíllinn er hinsvegar stór skemmdur ef ekki ónýtur.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en ökumaður er ekki grunaður um ölvun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×