Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu 29. apríl 2010 10:39 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp sem kvöldfréttastjóri vegna ágreinings um fréttaflutning af rannsóknarskýrslunni í Morgunblaðinu. Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati." Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati."
Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira