Klámvæðing hefur alvarlegar afleiðingar fyrir karlmenn Erla Hlynsdóttir skrifar 27. september 2010 09:34 Katrín Anna Guðmundsdóttir, jafnréttishönnuður og stundakennari í kynjafræði, segir fjölmiðla fjalla um klám á mun jákvæðari hátt en áður og klámi jafnvel hampað í fjölmiðlum. Henni finnst þetta alvarleg þróun þar sem klám sé nátengt ofbeldi og fólk þar hlutgert kynferðislega. Katrín Anna hélt erindi á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands ásamt Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni undir yfirskriftinni „Allt sem þú vildir ekki vita ...um klámvæðingu." Þetta var í annað skipti sem Jafnréttisdagar fóru fram. Þeir stóðu yfir alla síðustu viku, á þriðja tug fyrirlestra var haldin og voru þeir allir opnir almenningi. Að mati Katrínar Önnu eru skilgreiningar á klámvæðingu oft á reiki og því byrjaði hún á að birta þá skilgreiningu sem henn finnst mest lýsandi: „Klámvæðing er heiti á því menningarferli þegar klám og hlutverk, myndmál, táknmyndir og orðfæri úr kláminu smeygja sér inn í okkar daglega líf sem normaliserað, samþykkt og jafnvel dáð menningarlegt fyrirbæri." Katrín Anna tók dæmi af umfjöllun fjölmiðla um alþjóðlegu klámráðstefnuna sem halda átti á Hótel Sögu árið 2007 og vakti gríðarleg viðbrögð. „Þá var jafnvel gengið svo langt, í að minnsta kosti einum fjölmiðli, að segja að um væri að ræða skemmtiferð fólks en ekki ráðstefnu - þrátt fyrir að skýrt kæmi fram á heimasíðu hópsins að þetta væri business-to-business tengslanetsferð. Jákvæð umfjöllun fjölmiðla er athyglisverð í ljósi þess að margar skilgreiningar á klámi vísa til þess að það byggi á niðurlægingu, og þá sérstaklega kvenna. Í tilfelli umræddrar klámstefnu þá var efnið sem henni tengdist það ofbeldisfyllsta sem ég hef séð," segir Katrín Anna. Til stóð að klámmynd yrði tekin hér á landi af þeim sem sóttu ráðstefnuna en hún var á endanum slegin af vegna mikillar gagnrýni, þar á meðal borgaryfirvalda sem lýstu sig andsnúin því að klámráðstefna væri haldin í Reykjavík. Samkvæmt íslenskum hegningalögum er ólöglegt að birta klám, búa það til og dreifa því. Viðurlögin eru sektargreiðslur eða fangelsisvist í allt að sex mánuði. Katrín benti á að bandaríska sálfræðifélagið metur það svo að klámvæðing eigi eftir að leiða af sér aukna kvenfyrirlitningu, aukna eftirspurn eftir barnaklámi, aukna kynferðislega áreitni og aukið kynferðisofbeldi. „Þetta ætti, hvert fyrir sig, að vera nóg fyrir fólk að staldra við og hugsa sig um tvisvar áður en það tekur klámvæðingunni fagnandi eða tekur þátt í henni. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir börn og konur sem verða fyrir misréttinu. Afleiðingarnar eru ekki síður alvarlegar fyrir karlmenn - í raun þýðir það sem fram kom hér á undan að klámvæðingin geti búið til kynferðisbrotamenn. Það ætti að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir karla og í mínum huga er það stórt umhugsunarefni af hverju karlar setja sig ekki á móti klámvæðingunni í meira mæli en þeir gera. Ef til vill stafar það af því að hinar stjórnandi ímyndir klámvæðingarinnar hafa þegar haft þau áhrif að fólki finnst hlutverkin sem birtast í klámvæðingunni vera eðlilegur hluti hversdagslífsins - að svona eigi þetta að vera," segir Katrín Anna. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Katrín Anna Guðmundsdóttir, jafnréttishönnuður og stundakennari í kynjafræði, segir fjölmiðla fjalla um klám á mun jákvæðari hátt en áður og klámi jafnvel hampað í fjölmiðlum. Henni finnst þetta alvarleg þróun þar sem klám sé nátengt ofbeldi og fólk þar hlutgert kynferðislega. Katrín Anna hélt erindi á Jafnréttisdögum Háskóla Íslands ásamt Ingólfi Ásgeiri Jóhannessyni undir yfirskriftinni „Allt sem þú vildir ekki vita ...um klámvæðingu." Þetta var í annað skipti sem Jafnréttisdagar fóru fram. Þeir stóðu yfir alla síðustu viku, á þriðja tug fyrirlestra var haldin og voru þeir allir opnir almenningi. Að mati Katrínar Önnu eru skilgreiningar á klámvæðingu oft á reiki og því byrjaði hún á að birta þá skilgreiningu sem henn finnst mest lýsandi: „Klámvæðing er heiti á því menningarferli þegar klám og hlutverk, myndmál, táknmyndir og orðfæri úr kláminu smeygja sér inn í okkar daglega líf sem normaliserað, samþykkt og jafnvel dáð menningarlegt fyrirbæri." Katrín Anna tók dæmi af umfjöllun fjölmiðla um alþjóðlegu klámráðstefnuna sem halda átti á Hótel Sögu árið 2007 og vakti gríðarleg viðbrögð. „Þá var jafnvel gengið svo langt, í að minnsta kosti einum fjölmiðli, að segja að um væri að ræða skemmtiferð fólks en ekki ráðstefnu - þrátt fyrir að skýrt kæmi fram á heimasíðu hópsins að þetta væri business-to-business tengslanetsferð. Jákvæð umfjöllun fjölmiðla er athyglisverð í ljósi þess að margar skilgreiningar á klámi vísa til þess að það byggi á niðurlægingu, og þá sérstaklega kvenna. Í tilfelli umræddrar klámstefnu þá var efnið sem henni tengdist það ofbeldisfyllsta sem ég hef séð," segir Katrín Anna. Til stóð að klámmynd yrði tekin hér á landi af þeim sem sóttu ráðstefnuna en hún var á endanum slegin af vegna mikillar gagnrýni, þar á meðal borgaryfirvalda sem lýstu sig andsnúin því að klámráðstefna væri haldin í Reykjavík. Samkvæmt íslenskum hegningalögum er ólöglegt að birta klám, búa það til og dreifa því. Viðurlögin eru sektargreiðslur eða fangelsisvist í allt að sex mánuði. Katrín benti á að bandaríska sálfræðifélagið metur það svo að klámvæðing eigi eftir að leiða af sér aukna kvenfyrirlitningu, aukna eftirspurn eftir barnaklámi, aukna kynferðislega áreitni og aukið kynferðisofbeldi. „Þetta ætti, hvert fyrir sig, að vera nóg fyrir fólk að staldra við og hugsa sig um tvisvar áður en það tekur klámvæðingunni fagnandi eða tekur þátt í henni. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir börn og konur sem verða fyrir misréttinu. Afleiðingarnar eru ekki síður alvarlegar fyrir karlmenn - í raun þýðir það sem fram kom hér á undan að klámvæðingin geti búið til kynferðisbrotamenn. Það ætti að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir karla og í mínum huga er það stórt umhugsunarefni af hverju karlar setja sig ekki á móti klámvæðingunni í meira mæli en þeir gera. Ef til vill stafar það af því að hinar stjórnandi ímyndir klámvæðingarinnar hafa þegar haft þau áhrif að fólki finnst hlutverkin sem birtast í klámvæðingunni vera eðlilegur hluti hversdagslífsins - að svona eigi þetta að vera," segir Katrín Anna.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira