Lífið

Frægir teygja úr sér

Í myndasafni má sjá þekkta einstaklinga teygja vel úr sér.
Í myndasafni má sjá þekkta einstaklinga teygja vel úr sér.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar alþjóðlega Athafnavikan var formlega opnuð í Nauthól í Nauthólsvík í gær.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opnaði Athafnavikuna formlega, Andri Heiðar Kristinsson stofnandi og framkvæmdastjóri Innovit afhenti henn síðan fyrstu Athafnateygjuna - en teygjunni er ætlað að mæla athafnasemi þjóðarinnar og hvem miklu er hægt að áorka á einni viku.

Athafnateygjan virkar þannig að handhafi hennar framkvæmir eitthvað, skráir það niður á athafnateygja.is, afhendir næsta manni teygjuna og sagan heldur áfram.

Jón Gnarr hélt skemmtilega hvatningarræðu en hann sagði viðstöddum að hann teldi að mistök eru í raun prótótýpur af meistaraverkum.

Íþróttakennararnir Heiðrún og Heiða skólastjóri frá Íþróttaskóla Latabæjar mættu og tóku viðstadda í alvöru teygjur - sannar athafnateygjur enda er fátt betra en að teygja vel á áður en hafist er handa í Athafnavikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.