Innlent

Gosið bræðir jökulinn hratt

Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi.
Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Mynd/GVA

Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi og að vísindamenn telji að gossprungan sé um tveir kílómetrar að lengd. Hún liggur norður-vestur. Það flæðir bæði til norðurs og suðurs ofan af jöklinum en sínu meira til norðurs, að sögn Rögnvalds.

Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun til að meta aðstæður. „Eldgosið er að bræða jökulinn mjög hratt. Vatn fer bæði til norður og suður en aðallega til norðurs," segir Rögnvaldur.

Hann segir erfitt að átta sig á því hvort að Markarfljótsbrú sé í hættu. „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá er þetta stórt flóð og við búumst við öllu. Þetta getur breyst mjög hratt þannig að við erum á fullu að reyna að hafa sem bestar upplýsingar til að taka næstu ákvörðun," segir Rögnvaldur.

Viðbragsaðilar þurfa að eiga eins greiða leið að hættusvæðinu í nágrenni Eyjafjallajökuls og því er mikilvægt að fólk sé ekki að aka Suðurlandsveginn að óþörfu. Lögreglan á Hvolsvelli hefur lokað fyrir alla umferð um Suðurlandsveg milli Hellu og Skóga.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×