Stúdentaleikhúsið setur upp Réttarhöld Kafka 13. nóvember 2010 09:58 Úr Réttarhöldunum. Súdentaleikhúsið frumsýnir í dag leiksýninguna Réttarhöldin en hún byggir á samnefndri skáldsögu eftir Franz Kafka. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. Hér er jafnframt á ferðinni ein af þekktari sögum höfundarins. Í leiksýningunni er tekist á við viðfangsefni á borð við sekt og réttlæti, um leið nokkrir af furðulegustu afkimar sálarlífsins eru rannsakaðir, bæði út frá gamansömu sjónarhorni sem og af harmrænni alvöru. Hin eilífa tilvistarkreppa mannsins er hér óumflýjanlega í brennidepli eins og segir í tilkynningu. Skáldsagan Réttarhöldin heitir á frummálinu Der Prozess og var fyrst gefin út árið 1925 að höfundi látnum, en hún var rituð um 10 árum áður. Sagan þykir skörp ádeila á skrifræði, spillingu og valdníðslu, en býður ekki síður upp á persónulega túlkun og þykir á köflum endurspegla sálarlíf höfundar. Efni þessarar uppfærslu Stúdentaleikhússins er því tímalaust og á ekki síður við á okkar tímum, hvort heldur sem miðað er við pólitískt ástand samfélagsins eða sálarlíf mannsins. Í Réttahöldunum segir af Jósef K, aðaldeildarstjóra í banka, sem er handtekinn og - að því er virðist - ákærður fyrir glæp sem hann veit ekki hver er. Í gegnum leit K að kjarna málsins fylgjum við honum um rangala réttvísinar þar sem brátt fer að fjara undan stoðum raunveruleikans. Leikgerðina byggir á kvikmyndahandriti Harold Pinter, en það var Friðgeir Einarsson sem þýddi og aðlagaði fyrir svið. Stúdentaleikhúsið er öflugt áhugaleikfélag og setur upp tvær sýningar á hverju ári og fá þar tilvonandi listamenn tækifæri á að þroska hæfileika sína og sýna hvað í þeim býr. Stúdentaleikhúsið fagnaði 80 ára afmæli á seinasta ári, og hefur því verið hluti af íslensku leikhúslífi í langan tíma. Friðgeir Einarsson útskrifaðist árið 2008 úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Hann hefur siðan starfað með hinum ýmsu sviðslistahópum og sýnt verk bæði hér heima og erlendis. Meðal sýninga sem Friðgeir hefur tekið þátt í eru Húmanímal, Nígeríusvindlið og Ókyrrð. Katrín Gunnarsdóttir hefur einnig starfað með leikhópnum að verkinu en Katrín er menntaður dansari. Tónmynd verksins er í höndum Haralds R. Sverrissonar, tónsmiðs. Miðasala Stúdentaleikhússins fer fram á heimasíðu www.studentaleikhusid.is eða í síma 843-0151 (Elísa) eða 821-5109 (Hanna) Almennt miðaverð er 2200 og 1800 fyrir námsmenn. Sýningarplan: Frumsýning 13. nóvember kl. 20 2. sýning 16. nóvember kl. 20 3. sýning 19. nóvember kl. 20 4. sýning 19. nóvember kl. 24 5. sýning 24. nóvember kl. 21 6. sýning 27. nóvember kl. 21 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Súdentaleikhúsið frumsýnir í dag leiksýninguna Réttarhöldin en hún byggir á samnefndri skáldsögu eftir Franz Kafka. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. Hér er jafnframt á ferðinni ein af þekktari sögum höfundarins. Í leiksýningunni er tekist á við viðfangsefni á borð við sekt og réttlæti, um leið nokkrir af furðulegustu afkimar sálarlífsins eru rannsakaðir, bæði út frá gamansömu sjónarhorni sem og af harmrænni alvöru. Hin eilífa tilvistarkreppa mannsins er hér óumflýjanlega í brennidepli eins og segir í tilkynningu. Skáldsagan Réttarhöldin heitir á frummálinu Der Prozess og var fyrst gefin út árið 1925 að höfundi látnum, en hún var rituð um 10 árum áður. Sagan þykir skörp ádeila á skrifræði, spillingu og valdníðslu, en býður ekki síður upp á persónulega túlkun og þykir á köflum endurspegla sálarlíf höfundar. Efni þessarar uppfærslu Stúdentaleikhússins er því tímalaust og á ekki síður við á okkar tímum, hvort heldur sem miðað er við pólitískt ástand samfélagsins eða sálarlíf mannsins. Í Réttahöldunum segir af Jósef K, aðaldeildarstjóra í banka, sem er handtekinn og - að því er virðist - ákærður fyrir glæp sem hann veit ekki hver er. Í gegnum leit K að kjarna málsins fylgjum við honum um rangala réttvísinar þar sem brátt fer að fjara undan stoðum raunveruleikans. Leikgerðina byggir á kvikmyndahandriti Harold Pinter, en það var Friðgeir Einarsson sem þýddi og aðlagaði fyrir svið. Stúdentaleikhúsið er öflugt áhugaleikfélag og setur upp tvær sýningar á hverju ári og fá þar tilvonandi listamenn tækifæri á að þroska hæfileika sína og sýna hvað í þeim býr. Stúdentaleikhúsið fagnaði 80 ára afmæli á seinasta ári, og hefur því verið hluti af íslensku leikhúslífi í langan tíma. Friðgeir Einarsson útskrifaðist árið 2008 úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Hann hefur siðan starfað með hinum ýmsu sviðslistahópum og sýnt verk bæði hér heima og erlendis. Meðal sýninga sem Friðgeir hefur tekið þátt í eru Húmanímal, Nígeríusvindlið og Ókyrrð. Katrín Gunnarsdóttir hefur einnig starfað með leikhópnum að verkinu en Katrín er menntaður dansari. Tónmynd verksins er í höndum Haralds R. Sverrissonar, tónsmiðs. Miðasala Stúdentaleikhússins fer fram á heimasíðu www.studentaleikhusid.is eða í síma 843-0151 (Elísa) eða 821-5109 (Hanna) Almennt miðaverð er 2200 og 1800 fyrir námsmenn. Sýningarplan: Frumsýning 13. nóvember kl. 20 2. sýning 16. nóvember kl. 20 3. sýning 19. nóvember kl. 20 4. sýning 19. nóvember kl. 24 5. sýning 24. nóvember kl. 21 6. sýning 27. nóvember kl. 21
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira