Erlent

Útför forseta gerð á morgun

MInningarathöfn undirbúin Stórt spjald með myndum af öllum þeim sem létust fest upp í Varsjá.nordicphotos/AFP
MInningarathöfn undirbúin Stórt spjald með myndum af öllum þeim sem létust fest upp í Varsjá.nordicphotos/AFP

Minningarathöfn verður haldin í Póllandi í dag um 96 manns sem fórust í flugslysinu í Rússlandi um síðustu helgi.

Útför Lechs Kazcynski forseta og Maríu eiginkonu hans verður væntanlega gerð á morgun, þó að tafir á flugi vegna ösku frá Íslandi verði líklega til þess að ekki geti nærri allir þeir þjóðarleiðtogar, sem boðað höfðu komu sína, mætt.

Fjölskylda forsetans leggur mikla áherslu á að útförinni verði ekki frestað. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Barack Obama Bandaríkjaforseti, Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×