Innlent

Þrýstingur á að endurskoða gildi og lýðræði

Arnaldur Máni segir að þeir sem tilheyri íslensku þjóðkirkjunni eigi að fá að vera meiri þátttakendur í starfi kirkjunnar, til dæmis með því að taka þátt í kosningu á meðlimum kirkjuþings, sem síðan velur biskup.
Arnaldur Máni segir að þeir sem tilheyri íslensku þjóðkirkjunni eigi að fá að vera meiri þátttakendur í starfi kirkjunnar, til dæmis með því að taka þátt í kosningu á meðlimum kirkjuþings, sem síðan velur biskup.
Það er þrýstingur frá þjóðfélaginu að gildi, starfsaðferðir og lýðræði innan kirkjunnar verði endurskoðað segir guðfræðinemi. Eðlilegt sé að þeir sem skráðir eru í kirkjuna fá að taka þátt í kosningu á biskupi, í gegnum kirkjuþing.

Tæplega þrjúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á þessu ári, flestir í síðasta mánuði eftir að umræða um kynferðisbrot fyrrverandi biskups komu aftur í umræðuna.

Arnaldur Máni Finnsson, sem á sæti í félagi guðfræði- og trúarbragðafræðinema við Háskóla Íslands segir viðbrögð kirkjunnar hafa einkennst af seinagangi. Mikilvægt sé þó að horfa fram á veginn.

„Ég held að það sé þrýstingur frá öllu þjóðfélaginu og háskólasamfélaginu um að við endurskoðum, ekki bara gildi kirkjunnar og grundvallarhugtök, heldur líka grundvallarhugtök eins og lýðræði."

Arnaldur Máni segir að þeir sem tilheyri íslensku þjóðkirkjunni eigi að fá að vera meiri þátttakendur í starfi kirkjunnar, til dæmis með því að taka þátt í kosningu á meðlimum kirkjuþings, sem síðan velur biskup.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×