„Mér er fullkomlega misboðið" Karen Kjartansdóttir skrifar 28. júní 2010 18:44 Helga Vala Helgadóttir er ósátt við kerfið. Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. „Mér er fullkomlega misboðið," segir Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar. Þegar stúlkan var sex ára datt hún harkalega af hjóli og slasaðist. Í slysinu missti hún báðar framtennurnar. Reynt var að bjarga annarri en án árangurs. Síðustu þrjú ár hefur hún hefur notað góm með áföstum tönnum. Í ágúst á að hefjast handa við undirbúning á því að koma nýjum framtönnum í barnið. Það er þó ekki hlaupið að því þar sem beinið í góm hennar hefur rýnað. Því þarf hún að að fara í aðgerð þar sem hluti af bein úr mjöðm hennar verður, sett upp í munninn hennar, þvínæst teknar tveir jaxlar úr neðri góm, þeim snúið og fluttir upp í efri góm fremst til að reyna að bjarga því sem bjargað verður af beninu í efri góminum. Ef þetta er ekki gert verður barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir að þrautagangan eftir þetta slys hafi verið löng og ströng. Slysið hafi auk þess reynt mikið á telpuna og tannlækningar vegna þess kostað mikið fé. Sjúkratryggingar Íslands hafa svo tilkynnt að ekki verði tekið þátt í endurgreiðlsu á aðgerðinni sem stúlkan á að gangast undir í ágúst þar sem tannvandi hennar þyki ekki nægilega alvarlegur. Móðir stúlkunnar furðar sig á mati fagnefndarinnar. „Synjunin byggist á því að slys þessarar litlu stúlku sem þarna missti tennurnar sínar sé ekki nógu alvarlegt," segir Helga. „Þessi stúlka þarf að fara í beinflutning, hún þarf að fara í tannflutning, það þarf að pússa niður þá jaxla sem hún fær í framtennurnar, það þarf að byggja upp nýja og því næst þarf hún að fara í tannréttingar," segir Helga Vala og bætir við: „Ef við værum upp á 17. öld þá væri andlitið á henni innfallið vegna þessa slyss. Þetta er mjög alvarlegt mál og þetta er lítil stúlka sem á framtíðina fyrir sér og ég þoli ekki þetta óréttlæti. Ef hún hefði brotið á sér nefið eða höfuðkúpubrotnað hefði íslenska tryggingakerfið og íslenska velferðarkerfið komið fullkomlega til móts við þessa stúlku. En að því að þetta voru tennurnar hennar þá látum við eins og þetta komi okkur ekki við. Mér er fullkomlega misboðið." Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. „Mér er fullkomlega misboðið," segir Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar. Þegar stúlkan var sex ára datt hún harkalega af hjóli og slasaðist. Í slysinu missti hún báðar framtennurnar. Reynt var að bjarga annarri en án árangurs. Síðustu þrjú ár hefur hún hefur notað góm með áföstum tönnum. Í ágúst á að hefjast handa við undirbúning á því að koma nýjum framtönnum í barnið. Það er þó ekki hlaupið að því þar sem beinið í góm hennar hefur rýnað. Því þarf hún að að fara í aðgerð þar sem hluti af bein úr mjöðm hennar verður, sett upp í munninn hennar, þvínæst teknar tveir jaxlar úr neðri góm, þeim snúið og fluttir upp í efri góm fremst til að reyna að bjarga því sem bjargað verður af beninu í efri góminum. Ef þetta er ekki gert verður barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir að þrautagangan eftir þetta slys hafi verið löng og ströng. Slysið hafi auk þess reynt mikið á telpuna og tannlækningar vegna þess kostað mikið fé. Sjúkratryggingar Íslands hafa svo tilkynnt að ekki verði tekið þátt í endurgreiðlsu á aðgerðinni sem stúlkan á að gangast undir í ágúst þar sem tannvandi hennar þyki ekki nægilega alvarlegur. Móðir stúlkunnar furðar sig á mati fagnefndarinnar. „Synjunin byggist á því að slys þessarar litlu stúlku sem þarna missti tennurnar sínar sé ekki nógu alvarlegt," segir Helga. „Þessi stúlka þarf að fara í beinflutning, hún þarf að fara í tannflutning, það þarf að pússa niður þá jaxla sem hún fær í framtennurnar, það þarf að byggja upp nýja og því næst þarf hún að fara í tannréttingar," segir Helga Vala og bætir við: „Ef við værum upp á 17. öld þá væri andlitið á henni innfallið vegna þessa slyss. Þetta er mjög alvarlegt mál og þetta er lítil stúlka sem á framtíðina fyrir sér og ég þoli ekki þetta óréttlæti. Ef hún hefði brotið á sér nefið eða höfuðkúpubrotnað hefði íslenska tryggingakerfið og íslenska velferðarkerfið komið fullkomlega til móts við þessa stúlku. En að því að þetta voru tennurnar hennar þá látum við eins og þetta komi okkur ekki við. Mér er fullkomlega misboðið."
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira