„Mér er fullkomlega misboðið" Karen Kjartansdóttir skrifar 28. júní 2010 18:44 Helga Vala Helgadóttir er ósátt við kerfið. Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. „Mér er fullkomlega misboðið," segir Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar. Þegar stúlkan var sex ára datt hún harkalega af hjóli og slasaðist. Í slysinu missti hún báðar framtennurnar. Reynt var að bjarga annarri en án árangurs. Síðustu þrjú ár hefur hún hefur notað góm með áföstum tönnum. Í ágúst á að hefjast handa við undirbúning á því að koma nýjum framtönnum í barnið. Það er þó ekki hlaupið að því þar sem beinið í góm hennar hefur rýnað. Því þarf hún að að fara í aðgerð þar sem hluti af bein úr mjöðm hennar verður, sett upp í munninn hennar, þvínæst teknar tveir jaxlar úr neðri góm, þeim snúið og fluttir upp í efri góm fremst til að reyna að bjarga því sem bjargað verður af beninu í efri góminum. Ef þetta er ekki gert verður barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir að þrautagangan eftir þetta slys hafi verið löng og ströng. Slysið hafi auk þess reynt mikið á telpuna og tannlækningar vegna þess kostað mikið fé. Sjúkratryggingar Íslands hafa svo tilkynnt að ekki verði tekið þátt í endurgreiðlsu á aðgerðinni sem stúlkan á að gangast undir í ágúst þar sem tannvandi hennar þyki ekki nægilega alvarlegur. Móðir stúlkunnar furðar sig á mati fagnefndarinnar. „Synjunin byggist á því að slys þessarar litlu stúlku sem þarna missti tennurnar sínar sé ekki nógu alvarlegt," segir Helga. „Þessi stúlka þarf að fara í beinflutning, hún þarf að fara í tannflutning, það þarf að pússa niður þá jaxla sem hún fær í framtennurnar, það þarf að byggja upp nýja og því næst þarf hún að fara í tannréttingar," segir Helga Vala og bætir við: „Ef við værum upp á 17. öld þá væri andlitið á henni innfallið vegna þessa slyss. Þetta er mjög alvarlegt mál og þetta er lítil stúlka sem á framtíðina fyrir sér og ég þoli ekki þetta óréttlæti. Ef hún hefði brotið á sér nefið eða höfuðkúpubrotnað hefði íslenska tryggingakerfið og íslenska velferðarkerfið komið fullkomlega til móts við þessa stúlku. En að því að þetta voru tennurnar hennar þá látum við eins og þetta komi okkur ekki við. Mér er fullkomlega misboðið." Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands neita að greiða tannlæknakostnað lítillar stúlku sem missti báðar framtennurnar í hjólaslysi. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir ríkið beita stúlkuna óréttlæti. Stúlkan þarf að gangast undir aðgerð þar sem hluti verður tekin af mjaðmabeini hennar til að setja í góminn. „Mér er fullkomlega misboðið," segir Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar. Þegar stúlkan var sex ára datt hún harkalega af hjóli og slasaðist. Í slysinu missti hún báðar framtennurnar. Reynt var að bjarga annarri en án árangurs. Síðustu þrjú ár hefur hún hefur notað góm með áföstum tönnum. Í ágúst á að hefjast handa við undirbúning á því að koma nýjum framtönnum í barnið. Það er þó ekki hlaupið að því þar sem beinið í góm hennar hefur rýnað. Því þarf hún að að fara í aðgerð þar sem hluti af bein úr mjöðm hennar verður, sett upp í munninn hennar, þvínæst teknar tveir jaxlar úr neðri góm, þeim snúið og fluttir upp í efri góm fremst til að reyna að bjarga því sem bjargað verður af beninu í efri góminum. Ef þetta er ekki gert verður barnið með innfallna efri vör. Helga Vala Helgadóttir, móðir stúlkunnar, segir að þrautagangan eftir þetta slys hafi verið löng og ströng. Slysið hafi auk þess reynt mikið á telpuna og tannlækningar vegna þess kostað mikið fé. Sjúkratryggingar Íslands hafa svo tilkynnt að ekki verði tekið þátt í endurgreiðlsu á aðgerðinni sem stúlkan á að gangast undir í ágúst þar sem tannvandi hennar þyki ekki nægilega alvarlegur. Móðir stúlkunnar furðar sig á mati fagnefndarinnar. „Synjunin byggist á því að slys þessarar litlu stúlku sem þarna missti tennurnar sínar sé ekki nógu alvarlegt," segir Helga. „Þessi stúlka þarf að fara í beinflutning, hún þarf að fara í tannflutning, það þarf að pússa niður þá jaxla sem hún fær í framtennurnar, það þarf að byggja upp nýja og því næst þarf hún að fara í tannréttingar," segir Helga Vala og bætir við: „Ef við værum upp á 17. öld þá væri andlitið á henni innfallið vegna þessa slyss. Þetta er mjög alvarlegt mál og þetta er lítil stúlka sem á framtíðina fyrir sér og ég þoli ekki þetta óréttlæti. Ef hún hefði brotið á sér nefið eða höfuðkúpubrotnað hefði íslenska tryggingakerfið og íslenska velferðarkerfið komið fullkomlega til móts við þessa stúlku. En að því að þetta voru tennurnar hennar þá látum við eins og þetta komi okkur ekki við. Mér er fullkomlega misboðið."
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira