Fótbolti

Mascherano hamingusamur á bekknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hefur lítið fengið að spila með Barcelona síðan hann kom til félagsins frá Liverpool síðasta sumar. Þrátt fyrir það er leikmaðurinn í góðum anda.

Hinn 26 árs gamli miðjumaður er hamingjusamur með það eitt að vera leikmaður félagsins og er þakklátur fyrir það þó svo hann fylgist með af bekknum.

"Að vera leikmaður hjá þessu félagi er eitthvað sem maður er stoltur af. Ég er stoltur því ég veit að ég er hjá félagi þar sem það er erfitt að slá í gegn," sagði Mascherano en Busquets hefur haldið honum á bekknum hingað til.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.