Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár 11. september 2010 06:00 Fæðingum hefur fjölgað talsvert undanfarið, en ljósmóðir hjá Landspítalanum segir tölur benda til þess að fæðingum fækki aftur eftir metár í fyrra.Nordicphotos/AFP Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. Kristín Viktorsdóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að svo virðist sem dregið hafi aftur úr fæðingum eftir metárið í fyrra. Hún segir að þegar bornir séu saman fyrstu átta mánuðir ársins hjá Landspítalanum séu um sex færri fæðingar á mánuði nú en á sama tímabili í fyrra. Það gerist þrátt fyrir að fæðingar kvenna frá Selfossi og Reykjanesbæ hafi í auknum mæli færst til spítalans. Kristín bendir þó á að ekki séu færri fæðingar skráðar alls staðar í ár, til dæmis sé fjöldi fæðinga á Akranesi það sem af er árinu þegar orðinn meiri en allt árið í fyrra. Á vef Hagstofunnar kemur jafnframt fram að frjósemi íslenskra kvenna hafi aukist milli ára, sé horft til fjölda barna sem hver kona eignast á ævi sinni. Árið 2009 hafi hver kona að meðaltali átt 2,22 börn á ævinni, samanborið við 2,14 árið 2008. Það var þó í fyrsta sinn frá árinu 1996 sem frjósemi fór yfir markið 2,1, sem er almennt miðað við sem lágmarkstölu til að mannfjöldi viðhaldist til lengri tíma litið. Þrátt fyrir þessa aukningu eru konur í dag ekki nema hálfdrættingar á við það sem viðgekkst á árunum í kringum 1960, þegar konur áttu rúmlega fjögur börn að meðaltali.- þj, bj Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síðasta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. Kristín Viktorsdóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að svo virðist sem dregið hafi aftur úr fæðingum eftir metárið í fyrra. Hún segir að þegar bornir séu saman fyrstu átta mánuðir ársins hjá Landspítalanum séu um sex færri fæðingar á mánuði nú en á sama tímabili í fyrra. Það gerist þrátt fyrir að fæðingar kvenna frá Selfossi og Reykjanesbæ hafi í auknum mæli færst til spítalans. Kristín bendir þó á að ekki séu færri fæðingar skráðar alls staðar í ár, til dæmis sé fjöldi fæðinga á Akranesi það sem af er árinu þegar orðinn meiri en allt árið í fyrra. Á vef Hagstofunnar kemur jafnframt fram að frjósemi íslenskra kvenna hafi aukist milli ára, sé horft til fjölda barna sem hver kona eignast á ævi sinni. Árið 2009 hafi hver kona að meðaltali átt 2,22 börn á ævinni, samanborið við 2,14 árið 2008. Það var þó í fyrsta sinn frá árinu 1996 sem frjósemi fór yfir markið 2,1, sem er almennt miðað við sem lágmarkstölu til að mannfjöldi viðhaldist til lengri tíma litið. Þrátt fyrir þessa aukningu eru konur í dag ekki nema hálfdrættingar á við það sem viðgekkst á árunum í kringum 1960, þegar konur áttu rúmlega fjögur börn að meðaltali.- þj, bj
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira