Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur Valur Grettisson skrifar 5. nóvember 2010 13:41 William Hahne. „Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira