Innlent

Geir Jón fékk fálkaorðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Jón Þórisson, Helgi Seljan og Einar Kárason eru á meðal þeirra sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi fálkaorðuna í dag.

Orðan var veitt á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Eftirtaldir aðilar fengu orðu.



  1. Áshildur Haraldsdóttir tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar
  2. Einar Kárason rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta
  3. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu löggæslu og félagsmála
  4. Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og í þágu bindindis- og velferðarmála
  5. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir í fiskifræði og hafvísindum
  6. Högna Sigurðardóttir arkitekt, Frakklandi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar húsagerðarlistar
  7. Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri og skipstjóri, Stykkishólmi, riddarakross fyrir frumkvæði í ferðaþjónustu
  8. Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, riddarakross fyrir störf í þágu samfélagshjálpar
  9. Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðarmeistari, Grund II, Flóahreppi, riddarakross fyrir framlag til þjóðlegrar listar
  10. Sólveig Guðlaugsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landsspítala, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðismála og umönnunar ungmenna
 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×