Lífið

Tengdó höfðar mál

Tengdapabbi Gordons Ramsey vill fá tvær milljónir punda frá tengdasyni sínum og dóttur, Tönu Ramsey.
Tengdapabbi Gordons Ramsey vill fá tvær milljónir punda frá tengdasyni sínum og dóttur, Tönu Ramsey.
Tengdapabbi stjörnukokksins Gordons Ramsey, Chris Hutcheson, hefur höfðað mál á hendur honum. Og það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að ástæðan er peningar.

Forsagan er sú að breskir fjölmiðlar greindu frá því að Hutcheson hefði hætt sem forstjóri Gordon Ramsey Holding í síðasta mánuði eftir tólf ár í starfi. Hann heldur því fram að hann hafi verið rekinn og krefst tveggja milljóna punda í skaðabætur. Til að bæta gráu ofan á svart er Gordon búinn að losa sig við mág sinn og frænda eiginkonunnar, Tönu Ramsey.

Christopher, sem er rétt nýorðinn tvítugur, segir fjölskylduna vera í rusli yfir þessu máli. „Þetta er virkilega sorglegt, fjölskyldan er að liðast í sundur.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.