Innlent

Góð stemning þrátt fyrir rigningu

Stemning í Hljómskálagarðinum!
Stemning í Hljómskálagarðinum!

Milli fimm og sex þúsund manns eru nú í Hljómskálagarðinum á tónleikunum Inspired by Iceland. Tónleikagestir láta rigningu og rok ekki á sig fá. „Það er stemning í bæ," segir Hannes Óli Ágústsson, einn tónleikagesta, sem beið spenntur eftir að sveitin Seabear stigi á stokk.

„Það er fullt af fólki hérna og dagskráin fín. Dikta voru að spila og svo fer Seabear að byja. Þetta verður bara gaman," sagði Hannes Óli sem var staddur á tónleikunum ásamt hópi ungra leikara sem létu rigninguna ekki trufla sig.

„Nei, maður er ekki að pæla í rigningunni. Það er stemning í bæ."

Tónleikahald er á fleiri stöðum á landinu. Hljómsveitin Hjaltalín treður upp í kvöld í Flatey og þar var Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður sveitarinnar staddur.

Hann sagði helvíti slæmt veður á eyjunni. „Það er búið að vera smá maus að hengja upp tjöldin en giggið er innandyra svo veðrið skiptir minnstu máli."

Þess má geta að tónleikar Inspired by Iceland eru sendir út beint á netinu hér.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×