Fullkomin heimasíða fyrir þá sem missa af Airwaves Tinni Sveinsson skrifar 13. október 2010 19:58 Svona mun síðan líta út þegar gestir Airwaves eru búnir að vera duglegir að dæla inn myndum. Smellið til að sjá myndina stærri. Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins. Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins.
Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira